Veiða ferðamenn á heimaslóðum Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. janúar 2014 07:00 Unnar Bergþórsson. Ný deild innan auglýsingastofunnar Pipars/TBWA hjálpar ferðaþjónustufyrir- tækjum að ná til ferðamanna og kynna þjónustu sína áður en ferðamennirnir koma hingað til lands. Þekkt sé að ferðafólk bóki margvíslega þjónustu hér áður en haldið er að heiman. Mynd/Pipar/TWBA Pipar\Travel nefnist ný deild innan auglýsingastofunnar Pipar\TBWA sem nýverið hóf starfsemi eftir nokkurn undirbúningstíma. „Við höfum verið að kortleggja Pipar\Travel í nokkra mánuði og undirbúa okkur vel,“ segir Unnar Bergþórsson, verkefnastjóri Pipar\Travel. „Pipar\TBWA hefur í gegnum tíðina unnið mikið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og fundið fyrir aukinni eftirspurn frá þessum geira. Við vildum bæta þjónustuna við fyrirtækin sem við störfum fyrir ásamt öðrum nýjum og fundum fyrir mikilli þörf á sérstakri travel-deild hjá okkur.“Ráðinn vegna sérþekkingar Unnar var ráðinn til Pipars til þess að sinna \Travel-hlutanum sérstaklega. Hann er með BSc-menntun í viðskiptafræði og býr yfir mikilli þekkingu á ferðaþjónustugeiranum. „Ég er uppalinn á ferðaþjónustustaðnum Húsafelli og starfaði þar seinast sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs,“ segir hann. Unnar segir að merkja hafi mátt mikla eftirspurn eftir sérhæfðri markaðsþjónustu fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. „Fram að þessu hefur hefðbundin þjónusta auglýsingastofa ekki hentað ferðaþjónustugeiranum sérlega vel, þar sem vörur ferðaþjónustunnar eru ólíkar vörum annara viðskiptavina,“ segir hann og bendir á að þarfir og aðstæður ferðaþjónustufyrirtækja séu aðrar og þau hafi yfirleitt úr minna markaðsfé að spila en fyrirtækin sem auglýsingastofur vinni mest fyrir. „Þess vegna er mikilvægt að straumlínulaga þjónustuna með stuttum boðleiðum og einfaldri, áhrifaríkri markaðssetningu. Með því er hægt að bjóða upp á arðbærar lausnir í markaðsþjónustu fyrir ferðaþjónustufyrirtæki.“ Eins bendir Unnar á að önnur lögmál gildi þegar ná eigi til ferðamanna. Þeir séu enda gjarnir á að bóka gistingu, afþreyingu og borð á veitingastaði áður en þeir koma til landsins. „Við viljum veita fyrirtækjum þær lausnir og þjónustu sem þarf til þess að ferðamaðurinn kaupi þeirra þjónustu áður en hann kemur til landsins. Það er svo gríðarlega mikil endurnýjun á viðskiptavinum ferðaþjónustufyrirtækja frá öllum heimshornum.“ Pipar\Travel nýtir að sögn Unnars allar stoðdeildir Pipars\TBWA til að sækja þá sérfræðiþekkingu sem hentar hverju sinni. Deildin njóti því liðsinnis 45 sérfræðinga. Þá séu samfélagsmiðlarnir nú eitt áhrifamesta markaðstól ferðaþjónustunnar. „Við nýtum öfluga og sérhæfða deild Pipars\TBWA í markaðssetningu á samfélagsmiðlum,“ segir hann. Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Pipar\Travel nefnist ný deild innan auglýsingastofunnar Pipar\TBWA sem nýverið hóf starfsemi eftir nokkurn undirbúningstíma. „Við höfum verið að kortleggja Pipar\Travel í nokkra mánuði og undirbúa okkur vel,“ segir Unnar Bergþórsson, verkefnastjóri Pipar\Travel. „Pipar\TBWA hefur í gegnum tíðina unnið mikið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og fundið fyrir aukinni eftirspurn frá þessum geira. Við vildum bæta þjónustuna við fyrirtækin sem við störfum fyrir ásamt öðrum nýjum og fundum fyrir mikilli þörf á sérstakri travel-deild hjá okkur.“Ráðinn vegna sérþekkingar Unnar var ráðinn til Pipars til þess að sinna \Travel-hlutanum sérstaklega. Hann er með BSc-menntun í viðskiptafræði og býr yfir mikilli þekkingu á ferðaþjónustugeiranum. „Ég er uppalinn á ferðaþjónustustaðnum Húsafelli og starfaði þar seinast sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs,“ segir hann. Unnar segir að merkja hafi mátt mikla eftirspurn eftir sérhæfðri markaðsþjónustu fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. „Fram að þessu hefur hefðbundin þjónusta auglýsingastofa ekki hentað ferðaþjónustugeiranum sérlega vel, þar sem vörur ferðaþjónustunnar eru ólíkar vörum annara viðskiptavina,“ segir hann og bendir á að þarfir og aðstæður ferðaþjónustufyrirtækja séu aðrar og þau hafi yfirleitt úr minna markaðsfé að spila en fyrirtækin sem auglýsingastofur vinni mest fyrir. „Þess vegna er mikilvægt að straumlínulaga þjónustuna með stuttum boðleiðum og einfaldri, áhrifaríkri markaðssetningu. Með því er hægt að bjóða upp á arðbærar lausnir í markaðsþjónustu fyrir ferðaþjónustufyrirtæki.“ Eins bendir Unnar á að önnur lögmál gildi þegar ná eigi til ferðamanna. Þeir séu enda gjarnir á að bóka gistingu, afþreyingu og borð á veitingastaði áður en þeir koma til landsins. „Við viljum veita fyrirtækjum þær lausnir og þjónustu sem þarf til þess að ferðamaðurinn kaupi þeirra þjónustu áður en hann kemur til landsins. Það er svo gríðarlega mikil endurnýjun á viðskiptavinum ferðaþjónustufyrirtækja frá öllum heimshornum.“ Pipar\Travel nýtir að sögn Unnars allar stoðdeildir Pipars\TBWA til að sækja þá sérfræðiþekkingu sem hentar hverju sinni. Deildin njóti því liðsinnis 45 sérfræðinga. Þá séu samfélagsmiðlarnir nú eitt áhrifamesta markaðstól ferðaþjónustunnar. „Við nýtum öfluga og sérhæfða deild Pipars\TBWA í markaðssetningu á samfélagsmiðlum,“ segir hann.
Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira