Svipmynd Markaðarins: Apple-aðdáandi sem gengur á fjöll Haraldur Guðmundsson skrifar 15. janúar 2014 10:00 Kristín er einnig stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Vísir/Stefán Kristín Edwald, lögmaður og formaður nefndar sem á að útfæra fyrirkomulag nýs millidómstigs, segir að frumvarp um dómstigið verði að óbreyttu lagt fyrir Alþingi í vor. „Vinna nefndarinnar hefur gengið mjög vel en þetta er vandasamt verk og það er að mörgu að hyggja,“ segir Kristín. Hún starfar sem lögmaður á Lex lögmannsstofu og er einn af eigendum stofunnar. Kristín hefur mikla reynslu á sviðum félagaréttar, skaðabótaréttar og af málflutningi og gerð áreiðanleikakannana. „Mér finnst gaman að vinna við áreiðanleikakannanir því þá kynnist maður fyrirtækjum í alls konar atvinnugreinum og skoðar þau ofan í kjölinn og alla lögfræðilega áhættuþætti, allar skuldbindingar, eignir og slíkt,“ segir Kristín. Hún hefur starfað á Lex frá 2002 en var áður hjá málflutningsskrifstofu sem varð síðar að Logos lögmannsþjónustu, og þar á eftir hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Hún lærði lögfræði í Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1997. Kristín á tvö börn, Snædísi, sem er tólf ára, og Helga, sem er níu ára. Maður hennar er Þorsteinn Már Baldvinsson. Kristínu finnst gaman að ganga á fjöll og hún segist vilja gera meira af því. „Svo finnst mér gaman að prjóna og baka. Ég tapa mér þegar ég baka afmæliskökur fyrir börnin. Ég er einnig tækjanörd og mikill Apple-aðdáandi,“ segir hún. „Ég ferðast einnig mikið og ef það er eitthvert eitt land sem stendur upp úr þá er það Japan. Það hafði ótrúleg áhrif á mig og þá menningin, maturinn, umhverfið og fólkið. Ég hef farið einu sinni þangað og stefni á að fara aftur,“ segir Kristín.Þórunn Guðmundsdóttir.Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður „Ég kann ýmsar skemmtilegar sögur af Kristínu en þær eru þannig að svona virðulegt blað eins og Markaðurinn gæti ekki birt þær. Að öðru leyti er hún frábær vinnufélagi, mjög ráðagóð, greiðvikin og heiðarleg. Við höfum unnið saman að málum fyrir dómi og ég verð að segja að ég myndi ekki vilja vera vitni í sakamáli og þurfa að svara spurningum hennar. Ég horfði einu sinni á hana þegar það var ljóst að vitni sem hún var að taka skýrslu af fyrir dómi var að ljúga. Þá minnti hún mig á myndir sem ég hef séð á Animal Planet þegar blettatígurinn er búinn að finna lykt af bráð sinni og skýtur fram hökunni. Þá sá ég að hún var komin á blóðslóðina.“Birgir Edwald.Birgir Edwald, skólastjóri „Hún er yndisleg litla systir og við höfum alltaf náð vel saman. Þegar ég var fimmtán til sextán ára skellinöðrutöffari þá var hún þriggja til fjögurra ára og fékk að sitja á bensíntanknum hjá mér. Kristín er alltaf áræðin og skorast aldrei undan neinu verki. Það er sama hvað á gengur, hún heldur alltaf ró sinni og hugsar skýrt og tekur hlutina alla leið. Þá skiptir ekki máli hvort hún er að halda barnaafmæli eða sinna einhverju tengdu vinnunni. Þess vegna rifjast þetta upp fyrir mér þetta með skellinöðruna, því seinna keypti hún sér mótorhjól.“Sigrún Brynja Einarsdóttir.Sigrún Brynja Einarsdóttir, forstöðumaður nefndasviðs Alþingis „Kristín er afskaplega traust og góð og gjafmild vinkona. Við kynntumst fyrst í Pennanum þegar við unnum við afgreiðslustörf þar. Síðan tókst með okkur góð vinátta þegar við fórum í lagadeildina. Kristín getur eiginlega allt, hvort sem það er á sviði lögfræði, kökuskreytinga og baksturs eða hannyrða. Hún er fljót að hugsa og framkvæma. Hún er eldhugi sem finnur sér sífellt nýjar áskoranir. Síðan er hún ótrúlega árrisul og ofurskipulögð og skrifborðið hennar er það snyrtilegasta sem maður finnur.“ Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Kristín Edwald, lögmaður og formaður nefndar sem á að útfæra fyrirkomulag nýs millidómstigs, segir að frumvarp um dómstigið verði að óbreyttu lagt fyrir Alþingi í vor. „Vinna nefndarinnar hefur gengið mjög vel en þetta er vandasamt verk og það er að mörgu að hyggja,“ segir Kristín. Hún starfar sem lögmaður á Lex lögmannsstofu og er einn af eigendum stofunnar. Kristín hefur mikla reynslu á sviðum félagaréttar, skaðabótaréttar og af málflutningi og gerð áreiðanleikakannana. „Mér finnst gaman að vinna við áreiðanleikakannanir því þá kynnist maður fyrirtækjum í alls konar atvinnugreinum og skoðar þau ofan í kjölinn og alla lögfræðilega áhættuþætti, allar skuldbindingar, eignir og slíkt,“ segir Kristín. Hún hefur starfað á Lex frá 2002 en var áður hjá málflutningsskrifstofu sem varð síðar að Logos lögmannsþjónustu, og þar á eftir hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Hún lærði lögfræði í Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1997. Kristín á tvö börn, Snædísi, sem er tólf ára, og Helga, sem er níu ára. Maður hennar er Þorsteinn Már Baldvinsson. Kristínu finnst gaman að ganga á fjöll og hún segist vilja gera meira af því. „Svo finnst mér gaman að prjóna og baka. Ég tapa mér þegar ég baka afmæliskökur fyrir börnin. Ég er einnig tækjanörd og mikill Apple-aðdáandi,“ segir hún. „Ég ferðast einnig mikið og ef það er eitthvert eitt land sem stendur upp úr þá er það Japan. Það hafði ótrúleg áhrif á mig og þá menningin, maturinn, umhverfið og fólkið. Ég hef farið einu sinni þangað og stefni á að fara aftur,“ segir Kristín.Þórunn Guðmundsdóttir.Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður „Ég kann ýmsar skemmtilegar sögur af Kristínu en þær eru þannig að svona virðulegt blað eins og Markaðurinn gæti ekki birt þær. Að öðru leyti er hún frábær vinnufélagi, mjög ráðagóð, greiðvikin og heiðarleg. Við höfum unnið saman að málum fyrir dómi og ég verð að segja að ég myndi ekki vilja vera vitni í sakamáli og þurfa að svara spurningum hennar. Ég horfði einu sinni á hana þegar það var ljóst að vitni sem hún var að taka skýrslu af fyrir dómi var að ljúga. Þá minnti hún mig á myndir sem ég hef séð á Animal Planet þegar blettatígurinn er búinn að finna lykt af bráð sinni og skýtur fram hökunni. Þá sá ég að hún var komin á blóðslóðina.“Birgir Edwald.Birgir Edwald, skólastjóri „Hún er yndisleg litla systir og við höfum alltaf náð vel saman. Þegar ég var fimmtán til sextán ára skellinöðrutöffari þá var hún þriggja til fjögurra ára og fékk að sitja á bensíntanknum hjá mér. Kristín er alltaf áræðin og skorast aldrei undan neinu verki. Það er sama hvað á gengur, hún heldur alltaf ró sinni og hugsar skýrt og tekur hlutina alla leið. Þá skiptir ekki máli hvort hún er að halda barnaafmæli eða sinna einhverju tengdu vinnunni. Þess vegna rifjast þetta upp fyrir mér þetta með skellinöðruna, því seinna keypti hún sér mótorhjól.“Sigrún Brynja Einarsdóttir.Sigrún Brynja Einarsdóttir, forstöðumaður nefndasviðs Alþingis „Kristín er afskaplega traust og góð og gjafmild vinkona. Við kynntumst fyrst í Pennanum þegar við unnum við afgreiðslustörf þar. Síðan tókst með okkur góð vinátta þegar við fórum í lagadeildina. Kristín getur eiginlega allt, hvort sem það er á sviði lögfræði, kökuskreytinga og baksturs eða hannyrða. Hún er fljót að hugsa og framkvæma. Hún er eldhugi sem finnur sér sífellt nýjar áskoranir. Síðan er hún ótrúlega árrisul og ofurskipulögð og skrifborðið hennar er það snyrtilegasta sem maður finnur.“
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira