Svipmynd Markaðarins: Apple-aðdáandi sem gengur á fjöll Haraldur Guðmundsson skrifar 15. janúar 2014 10:00 Kristín er einnig stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Vísir/Stefán Kristín Edwald, lögmaður og formaður nefndar sem á að útfæra fyrirkomulag nýs millidómstigs, segir að frumvarp um dómstigið verði að óbreyttu lagt fyrir Alþingi í vor. „Vinna nefndarinnar hefur gengið mjög vel en þetta er vandasamt verk og það er að mörgu að hyggja,“ segir Kristín. Hún starfar sem lögmaður á Lex lögmannsstofu og er einn af eigendum stofunnar. Kristín hefur mikla reynslu á sviðum félagaréttar, skaðabótaréttar og af málflutningi og gerð áreiðanleikakannana. „Mér finnst gaman að vinna við áreiðanleikakannanir því þá kynnist maður fyrirtækjum í alls konar atvinnugreinum og skoðar þau ofan í kjölinn og alla lögfræðilega áhættuþætti, allar skuldbindingar, eignir og slíkt,“ segir Kristín. Hún hefur starfað á Lex frá 2002 en var áður hjá málflutningsskrifstofu sem varð síðar að Logos lögmannsþjónustu, og þar á eftir hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Hún lærði lögfræði í Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1997. Kristín á tvö börn, Snædísi, sem er tólf ára, og Helga, sem er níu ára. Maður hennar er Þorsteinn Már Baldvinsson. Kristínu finnst gaman að ganga á fjöll og hún segist vilja gera meira af því. „Svo finnst mér gaman að prjóna og baka. Ég tapa mér þegar ég baka afmæliskökur fyrir börnin. Ég er einnig tækjanörd og mikill Apple-aðdáandi,“ segir hún. „Ég ferðast einnig mikið og ef það er eitthvert eitt land sem stendur upp úr þá er það Japan. Það hafði ótrúleg áhrif á mig og þá menningin, maturinn, umhverfið og fólkið. Ég hef farið einu sinni þangað og stefni á að fara aftur,“ segir Kristín.Þórunn Guðmundsdóttir.Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður „Ég kann ýmsar skemmtilegar sögur af Kristínu en þær eru þannig að svona virðulegt blað eins og Markaðurinn gæti ekki birt þær. Að öðru leyti er hún frábær vinnufélagi, mjög ráðagóð, greiðvikin og heiðarleg. Við höfum unnið saman að málum fyrir dómi og ég verð að segja að ég myndi ekki vilja vera vitni í sakamáli og þurfa að svara spurningum hennar. Ég horfði einu sinni á hana þegar það var ljóst að vitni sem hún var að taka skýrslu af fyrir dómi var að ljúga. Þá minnti hún mig á myndir sem ég hef séð á Animal Planet þegar blettatígurinn er búinn að finna lykt af bráð sinni og skýtur fram hökunni. Þá sá ég að hún var komin á blóðslóðina.“Birgir Edwald.Birgir Edwald, skólastjóri „Hún er yndisleg litla systir og við höfum alltaf náð vel saman. Þegar ég var fimmtán til sextán ára skellinöðrutöffari þá var hún þriggja til fjögurra ára og fékk að sitja á bensíntanknum hjá mér. Kristín er alltaf áræðin og skorast aldrei undan neinu verki. Það er sama hvað á gengur, hún heldur alltaf ró sinni og hugsar skýrt og tekur hlutina alla leið. Þá skiptir ekki máli hvort hún er að halda barnaafmæli eða sinna einhverju tengdu vinnunni. Þess vegna rifjast þetta upp fyrir mér þetta með skellinöðruna, því seinna keypti hún sér mótorhjól.“Sigrún Brynja Einarsdóttir.Sigrún Brynja Einarsdóttir, forstöðumaður nefndasviðs Alþingis „Kristín er afskaplega traust og góð og gjafmild vinkona. Við kynntumst fyrst í Pennanum þegar við unnum við afgreiðslustörf þar. Síðan tókst með okkur góð vinátta þegar við fórum í lagadeildina. Kristín getur eiginlega allt, hvort sem það er á sviði lögfræði, kökuskreytinga og baksturs eða hannyrða. Hún er fljót að hugsa og framkvæma. Hún er eldhugi sem finnur sér sífellt nýjar áskoranir. Síðan er hún ótrúlega árrisul og ofurskipulögð og skrifborðið hennar er það snyrtilegasta sem maður finnur.“ Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Kristín Edwald, lögmaður og formaður nefndar sem á að útfæra fyrirkomulag nýs millidómstigs, segir að frumvarp um dómstigið verði að óbreyttu lagt fyrir Alþingi í vor. „Vinna nefndarinnar hefur gengið mjög vel en þetta er vandasamt verk og það er að mörgu að hyggja,“ segir Kristín. Hún starfar sem lögmaður á Lex lögmannsstofu og er einn af eigendum stofunnar. Kristín hefur mikla reynslu á sviðum félagaréttar, skaðabótaréttar og af málflutningi og gerð áreiðanleikakannana. „Mér finnst gaman að vinna við áreiðanleikakannanir því þá kynnist maður fyrirtækjum í alls konar atvinnugreinum og skoðar þau ofan í kjölinn og alla lögfræðilega áhættuþætti, allar skuldbindingar, eignir og slíkt,“ segir Kristín. Hún hefur starfað á Lex frá 2002 en var áður hjá málflutningsskrifstofu sem varð síðar að Logos lögmannsþjónustu, og þar á eftir hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Hún lærði lögfræði í Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1997. Kristín á tvö börn, Snædísi, sem er tólf ára, og Helga, sem er níu ára. Maður hennar er Þorsteinn Már Baldvinsson. Kristínu finnst gaman að ganga á fjöll og hún segist vilja gera meira af því. „Svo finnst mér gaman að prjóna og baka. Ég tapa mér þegar ég baka afmæliskökur fyrir börnin. Ég er einnig tækjanörd og mikill Apple-aðdáandi,“ segir hún. „Ég ferðast einnig mikið og ef það er eitthvert eitt land sem stendur upp úr þá er það Japan. Það hafði ótrúleg áhrif á mig og þá menningin, maturinn, umhverfið og fólkið. Ég hef farið einu sinni þangað og stefni á að fara aftur,“ segir Kristín.Þórunn Guðmundsdóttir.Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður „Ég kann ýmsar skemmtilegar sögur af Kristínu en þær eru þannig að svona virðulegt blað eins og Markaðurinn gæti ekki birt þær. Að öðru leyti er hún frábær vinnufélagi, mjög ráðagóð, greiðvikin og heiðarleg. Við höfum unnið saman að málum fyrir dómi og ég verð að segja að ég myndi ekki vilja vera vitni í sakamáli og þurfa að svara spurningum hennar. Ég horfði einu sinni á hana þegar það var ljóst að vitni sem hún var að taka skýrslu af fyrir dómi var að ljúga. Þá minnti hún mig á myndir sem ég hef séð á Animal Planet þegar blettatígurinn er búinn að finna lykt af bráð sinni og skýtur fram hökunni. Þá sá ég að hún var komin á blóðslóðina.“Birgir Edwald.Birgir Edwald, skólastjóri „Hún er yndisleg litla systir og við höfum alltaf náð vel saman. Þegar ég var fimmtán til sextán ára skellinöðrutöffari þá var hún þriggja til fjögurra ára og fékk að sitja á bensíntanknum hjá mér. Kristín er alltaf áræðin og skorast aldrei undan neinu verki. Það er sama hvað á gengur, hún heldur alltaf ró sinni og hugsar skýrt og tekur hlutina alla leið. Þá skiptir ekki máli hvort hún er að halda barnaafmæli eða sinna einhverju tengdu vinnunni. Þess vegna rifjast þetta upp fyrir mér þetta með skellinöðruna, því seinna keypti hún sér mótorhjól.“Sigrún Brynja Einarsdóttir.Sigrún Brynja Einarsdóttir, forstöðumaður nefndasviðs Alþingis „Kristín er afskaplega traust og góð og gjafmild vinkona. Við kynntumst fyrst í Pennanum þegar við unnum við afgreiðslustörf þar. Síðan tókst með okkur góð vinátta þegar við fórum í lagadeildina. Kristín getur eiginlega allt, hvort sem það er á sviði lögfræði, kökuskreytinga og baksturs eða hannyrða. Hún er fljót að hugsa og framkvæma. Hún er eldhugi sem finnur sér sífellt nýjar áskoranir. Síðan er hún ótrúlega árrisul og ofurskipulögð og skrifborðið hennar er það snyrtilegasta sem maður finnur.“
Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira