Handbolti

Trúi því ekki að við séum úr leik

Sigurður Elvar Þórólfsson í Barcelona skrifar
mynd/vilhelm
Aron Pálmarsson leyndi ekki vonbrigðum sínum í leikslok og hann var nokkuð lengi að jafna sig áður en hann gaf kost á samtali við fréttamenn í Barcelona í gær.

„Við vorum ekki slakara liðið eða lélegri en þeir, þrátt fyrir allan þann mannskap sem þeir eru með. Það eru allir að tala um hvað Frakkar séu æðislegir, og þeir eru búnir að vera það síðustu ár, en við sýndum það að þeir eru ekki mikið betri en við," sagði Aron Pálmarsson.

„Það voru dýrkeypt mistök á síðustu fimm mínútum leiksins sem kostuðu okkur sigurinn. „Tæknifeilar" og við töpuðum baráttunni maður gegn manni í vörninni. Kannski skrifast það á þreytu – ég veit það ekki.

Ég trúi því ekki að við séum úr leik og leikurinn gegn Rússum situr enn í okkur. Það var leikur sem við áttum að vinna og hefði getað breytt mörgu hvað framhaldið varðar. Frakkland var ekki óskamótherjinn í sextán liða úrslitum en við komum okkur sjálfir í þessa stöðu," sagði Aron Pálmarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×