Handbolti

Ísland endaði í ellefta sæti á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Strákarnir unnu þrjá leiki en töpuðu þremur á HM í handbolta.
Strákarnir unnu þrjá leiki en töpuðu þremur á HM í handbolta. Mynd/Vilhelm
Nú er ljóst að Ísland hafnaði í ellefta sæti af 24 liðum á HM á Spáni, en fjórðungsúrslitunum lauk í kvöld.

Ísland féll úr leik í 16-liða úrslitunum og spilar ekki fleiri leiki á mótinu. Árangur liðanna sem féllu úr leik í riðlakeppninni ræður því niðurröðun liðanna í sæti 9-16.

Ísland náði í sex stig í B-riðli og endaði með +18 mörk í markatölu. Það er þriðji besti árangur þeirra liða sem féllu úr leik í 16-liða úrslitunum og því er niðurstaðan ellefta sætið.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2005 sem að Ísland er ekki á meðal efstu tíu liðanna. Þess ber þó að geta að Ísland var ekki með á HM 2009 í Króatíu.

Ísland hafnaði í sjötta sæti á HM í Svíþjóð fyrir tveimur árum og áttunda sæti á HM í Þýskalandi 2007.

9.-16. sætið:

9. Pólland

10. Serbía

11. Ísland

12. Túnis

13. Brasilía

14. Makedónía

15. Hvíta-Rússland

16. Egyptaland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×