Argentína vann fjögurra marka sigur á Katar, 30-26, í Forsetabikarnum á HM í handbolta á Spáni en í Forsetabikarnum spila liðin átta sem komust ekki í sextán liða úrslitin til að skera út um hvaða þjóðir lenda í sætum 17. til 24. Katarmenn voru í riðli með Íslandi.
Katar var 10-7 yfir þegar fimm mínútur voru til hálfleiks en Argentínumenn unnu síðustu fimm mínúturnar 5-1 og voru yfir í hálfleik 12-11. Lið Katar var síðan alltaf skrefinu á eftir í seinni hálfleik og munurinn ávallt tvö til fjögur mörk.
Federico Fernandez skoraði sex mörk fyrir Argentínu og þeir Sebastian Simonet og Federico Pizarro voru báðir með fimm mörk. Matias Schulz varði 18 skot í markinu. Mohsin Yafai var markahæstur hjá Katar með sex mörk.
Argentínumenn spila um 17. sætið á morgun við sigurvegarann úr viðureign Sádí-Arabíu og Alsír en tapliðið í þeim leik mætir Katar í leik um 19. sætið.
Argentína vann Katar í Forsetabikarnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Partey ákærður fyrir nauðgun
Fótbolti


Átta mánaða gamall með Íslandi á EM
Fótbolti

Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota
Íslenski boltinn
