Það verður ekkert af því að hinn goðsagnakenndi körfuboltaþjálfari, Phil Jackson, taki við Brooklyn Nets. Jackson hefur ekki áhuga á því að að þjálfa á nýjan leik.
Nets er að losa sig við þjálfarann PJ Carlesimo og Jackson var efstur á blaði hjá félaginu sem arftaki.
Það er samt ekki alveg útilokað að Jackson vinni fyrir Nets því hann er sagður hafa áhuga á að taka að sér starf sem yfirmaður íþróttamála hjá einhverju liði í NBA-deildinni.
Annað gamalt brýni, Larry Brown, er nú talinn einna líklegastur sem næsti þjálfari Nets.

