NBA: Anthony með 40 stig - LA Clippers og San Antonio sterk á heimavelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2013 11:00 Carmelo Anthony. Mynd/AP Fullt af leikjum fórum fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Carmelo Anthony skoraði 40 stig í sigri New York Knicks, Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs héldu bæði áfram sigurgöngu sinni á heimavelli, Rajon Rondo var með þrefalda tvennu í sigir Boston Celtics, Dallas tapaði í framlengingu í fyrsta leik Dirk Nowitzki í byrjunarliðinu og James Harden reif sig upp í lokin í enn einum sigri Houston Rockets.Carmelo Anthony skoraði 16 af 40 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar New York Knicks vann Orlando Magic 114-106. New York liðið vann fjórða leikhlutann 33-17. J.R. Smith skoraði 18 stig af bekknum og Tyson Chandler var með 14 stig og 12 fráköst. Knicks hefur unnið 2 af 3 leikjum sínum síðan að Amar'e Stoudemire kom aftur inn eftir meiðsli en Stoudemire var með 11 stig og 4 fráköst á 17 mínútum í nótt. Jason Kidd var flottur með 15 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar en hann hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Arron Afflalo og Jameer Nelson skoruðu báðir 29 stig fyrir Orlando og Nik Vucevic var með með 11 stig og 18 fráköst.Chris Paul var með 27 stig og 9 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann Golden State Warriors 115-89 og setti nýtt félagsmet með því að vinna sinn tólfta heimaleik í röð. Blake Griffin var með 20 stig fyrir Clippers sem er með besta sigurhlutfallið í NBA-deildinni, 27 sigra í 35 leikjum. DeAndre Jordan var með 13 stig og 8 fráköst en hjá Golden State skoraði Klay Thompson mest eða 14 stig en Golden State liðið klikkaði á 15 af fyrstu 18 skotum sínum í leiknum.Tony Parker skoraði 20 stig, Manu Ginobili var með 19 stig og Tim Duncan bætti við 16 stigum og 8 fráköstum þegar San Antonio Spurs vann 109-86 heimasigur á Philadelphia 76ers. Þeir félagar skoruðu saman 22 af 31 stigi liðsins í fyrsta leikhlutanum. Þetta var tíundi heimasigur San Antonio í röð. Spencer Hawes skoraði mest fyrir 76 ers eða 22 stig. Duncan komst í leiknum upp fyrir Adrian Dantley og upp í 24. sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi en hann hefur nú skorað 23.179 stig´á fimmtán tímabilum með Spurs.Rajon Rondo var með þrefalda tvennu þegar Boston Celtics vann 89-81 útisigur á Atlanta Hawks. Rondo skoraði 14 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar en Boston-liðið vann þarna sinn annan leik í röð og það hefur ekki gerst síðan í lok nóvember. Paul Pierce skorðai 17 af 26 stigum sínum í þriðja leikhlutanum en Atlanta-liðið var með 15 stiga forystu í hálfleik, 53-38. Lou Williams skoraði mest fyrir Hawks-liðið eða 28 stig.Dirk Nowitzki var í byrjunarliði Dallas Mavericks í fyrsta sinn eftir meiðslin en gat ekki komið í veg fyrir 96-99 tap á móti for New Orleans Hornets í framlengdum leik. Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 20 stig en nýtti bara 7 af 16 skotum sínum. Greivis Vasquez var með 25 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst hjá New Orleans. Eric Gordon kom inn í byrjunarliðið hjá New Orleans og skoraði sigurkörfuna 4,7 sekúndum fyrir lok framlengingarinnar þegar hann skoraði körfu og fékk víti að auki sem hann nýtti.James Harden skoraði 16 af 29 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Houston Rockets vann 112-104 útisigur á Cleveland Cavaliers. Harden hitti ekki vel utan af velli en setti niður 14 af 15 vítum sínum og var lykilmaður í að landa fjórða sigrinum í röð. Jeremy Lin var með 20 stig og 5 stoðsendingar en Kyrie Irving var að venju atkvæðamestur hjá Cleveland, nú með 30 stig og 6 stoðsendingar.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Atlanta Hawks - Boston Celtics 81-89 Orlando Magic - New York Knicks 106-114 Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 95-80 Brooklyn Nets - Sacramento Kings 113-93 Cleveland Cavaliers - Houston Rockets 104-112 Minnesota Timberwolves - Portland Trail Blazers 97-102 Dallas Mavericks - New Orleans Hornets 96-99 (framlenging) San Antonio Spurs - Philadelphia 76Ers 109-86 Denver Nuggets - Utah Jazz 110-91 Los Angeles Clippers - Golden State Warriors 115-89 NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Fullt af leikjum fórum fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Carmelo Anthony skoraði 40 stig í sigri New York Knicks, Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs héldu bæði áfram sigurgöngu sinni á heimavelli, Rajon Rondo var með þrefalda tvennu í sigir Boston Celtics, Dallas tapaði í framlengingu í fyrsta leik Dirk Nowitzki í byrjunarliðinu og James Harden reif sig upp í lokin í enn einum sigri Houston Rockets.Carmelo Anthony skoraði 16 af 40 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar New York Knicks vann Orlando Magic 114-106. New York liðið vann fjórða leikhlutann 33-17. J.R. Smith skoraði 18 stig af bekknum og Tyson Chandler var með 14 stig og 12 fráköst. Knicks hefur unnið 2 af 3 leikjum sínum síðan að Amar'e Stoudemire kom aftur inn eftir meiðsli en Stoudemire var með 11 stig og 4 fráköst á 17 mínútum í nótt. Jason Kidd var flottur með 15 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar en hann hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Arron Afflalo og Jameer Nelson skoruðu báðir 29 stig fyrir Orlando og Nik Vucevic var með með 11 stig og 18 fráköst.Chris Paul var með 27 stig og 9 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann Golden State Warriors 115-89 og setti nýtt félagsmet með því að vinna sinn tólfta heimaleik í röð. Blake Griffin var með 20 stig fyrir Clippers sem er með besta sigurhlutfallið í NBA-deildinni, 27 sigra í 35 leikjum. DeAndre Jordan var með 13 stig og 8 fráköst en hjá Golden State skoraði Klay Thompson mest eða 14 stig en Golden State liðið klikkaði á 15 af fyrstu 18 skotum sínum í leiknum.Tony Parker skoraði 20 stig, Manu Ginobili var með 19 stig og Tim Duncan bætti við 16 stigum og 8 fráköstum þegar San Antonio Spurs vann 109-86 heimasigur á Philadelphia 76ers. Þeir félagar skoruðu saman 22 af 31 stigi liðsins í fyrsta leikhlutanum. Þetta var tíundi heimasigur San Antonio í röð. Spencer Hawes skoraði mest fyrir 76 ers eða 22 stig. Duncan komst í leiknum upp fyrir Adrian Dantley og upp í 24. sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi en hann hefur nú skorað 23.179 stig´á fimmtán tímabilum með Spurs.Rajon Rondo var með þrefalda tvennu þegar Boston Celtics vann 89-81 útisigur á Atlanta Hawks. Rondo skoraði 14 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar en Boston-liðið vann þarna sinn annan leik í röð og það hefur ekki gerst síðan í lok nóvember. Paul Pierce skorðai 17 af 26 stigum sínum í þriðja leikhlutanum en Atlanta-liðið var með 15 stiga forystu í hálfleik, 53-38. Lou Williams skoraði mest fyrir Hawks-liðið eða 28 stig.Dirk Nowitzki var í byrjunarliði Dallas Mavericks í fyrsta sinn eftir meiðslin en gat ekki komið í veg fyrir 96-99 tap á móti for New Orleans Hornets í framlengdum leik. Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 20 stig en nýtti bara 7 af 16 skotum sínum. Greivis Vasquez var með 25 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst hjá New Orleans. Eric Gordon kom inn í byrjunarliðið hjá New Orleans og skoraði sigurkörfuna 4,7 sekúndum fyrir lok framlengingarinnar þegar hann skoraði körfu og fékk víti að auki sem hann nýtti.James Harden skoraði 16 af 29 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Houston Rockets vann 112-104 útisigur á Cleveland Cavaliers. Harden hitti ekki vel utan af velli en setti niður 14 af 15 vítum sínum og var lykilmaður í að landa fjórða sigrinum í röð. Jeremy Lin var með 20 stig og 5 stoðsendingar en Kyrie Irving var að venju atkvæðamestur hjá Cleveland, nú með 30 stig og 6 stoðsendingar.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Atlanta Hawks - Boston Celtics 81-89 Orlando Magic - New York Knicks 106-114 Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 95-80 Brooklyn Nets - Sacramento Kings 113-93 Cleveland Cavaliers - Houston Rockets 104-112 Minnesota Timberwolves - Portland Trail Blazers 97-102 Dallas Mavericks - New Orleans Hornets 96-99 (framlenging) San Antonio Spurs - Philadelphia 76Ers 109-86 Denver Nuggets - Utah Jazz 110-91 Los Angeles Clippers - Golden State Warriors 115-89
NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira