NBA: Anthony með 40 stig - LA Clippers og San Antonio sterk á heimavelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2013 11:00 Carmelo Anthony. Mynd/AP Fullt af leikjum fórum fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Carmelo Anthony skoraði 40 stig í sigri New York Knicks, Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs héldu bæði áfram sigurgöngu sinni á heimavelli, Rajon Rondo var með þrefalda tvennu í sigir Boston Celtics, Dallas tapaði í framlengingu í fyrsta leik Dirk Nowitzki í byrjunarliðinu og James Harden reif sig upp í lokin í enn einum sigri Houston Rockets.Carmelo Anthony skoraði 16 af 40 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar New York Knicks vann Orlando Magic 114-106. New York liðið vann fjórða leikhlutann 33-17. J.R. Smith skoraði 18 stig af bekknum og Tyson Chandler var með 14 stig og 12 fráköst. Knicks hefur unnið 2 af 3 leikjum sínum síðan að Amar'e Stoudemire kom aftur inn eftir meiðsli en Stoudemire var með 11 stig og 4 fráköst á 17 mínútum í nótt. Jason Kidd var flottur með 15 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar en hann hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Arron Afflalo og Jameer Nelson skoruðu báðir 29 stig fyrir Orlando og Nik Vucevic var með með 11 stig og 18 fráköst.Chris Paul var með 27 stig og 9 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann Golden State Warriors 115-89 og setti nýtt félagsmet með því að vinna sinn tólfta heimaleik í röð. Blake Griffin var með 20 stig fyrir Clippers sem er með besta sigurhlutfallið í NBA-deildinni, 27 sigra í 35 leikjum. DeAndre Jordan var með 13 stig og 8 fráköst en hjá Golden State skoraði Klay Thompson mest eða 14 stig en Golden State liðið klikkaði á 15 af fyrstu 18 skotum sínum í leiknum.Tony Parker skoraði 20 stig, Manu Ginobili var með 19 stig og Tim Duncan bætti við 16 stigum og 8 fráköstum þegar San Antonio Spurs vann 109-86 heimasigur á Philadelphia 76ers. Þeir félagar skoruðu saman 22 af 31 stigi liðsins í fyrsta leikhlutanum. Þetta var tíundi heimasigur San Antonio í röð. Spencer Hawes skoraði mest fyrir 76 ers eða 22 stig. Duncan komst í leiknum upp fyrir Adrian Dantley og upp í 24. sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi en hann hefur nú skorað 23.179 stig´á fimmtán tímabilum með Spurs.Rajon Rondo var með þrefalda tvennu þegar Boston Celtics vann 89-81 útisigur á Atlanta Hawks. Rondo skoraði 14 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar en Boston-liðið vann þarna sinn annan leik í röð og það hefur ekki gerst síðan í lok nóvember. Paul Pierce skorðai 17 af 26 stigum sínum í þriðja leikhlutanum en Atlanta-liðið var með 15 stiga forystu í hálfleik, 53-38. Lou Williams skoraði mest fyrir Hawks-liðið eða 28 stig.Dirk Nowitzki var í byrjunarliði Dallas Mavericks í fyrsta sinn eftir meiðslin en gat ekki komið í veg fyrir 96-99 tap á móti for New Orleans Hornets í framlengdum leik. Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 20 stig en nýtti bara 7 af 16 skotum sínum. Greivis Vasquez var með 25 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst hjá New Orleans. Eric Gordon kom inn í byrjunarliðið hjá New Orleans og skoraði sigurkörfuna 4,7 sekúndum fyrir lok framlengingarinnar þegar hann skoraði körfu og fékk víti að auki sem hann nýtti.James Harden skoraði 16 af 29 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Houston Rockets vann 112-104 útisigur á Cleveland Cavaliers. Harden hitti ekki vel utan af velli en setti niður 14 af 15 vítum sínum og var lykilmaður í að landa fjórða sigrinum í röð. Jeremy Lin var með 20 stig og 5 stoðsendingar en Kyrie Irving var að venju atkvæðamestur hjá Cleveland, nú með 30 stig og 6 stoðsendingar.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Atlanta Hawks - Boston Celtics 81-89 Orlando Magic - New York Knicks 106-114 Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 95-80 Brooklyn Nets - Sacramento Kings 113-93 Cleveland Cavaliers - Houston Rockets 104-112 Minnesota Timberwolves - Portland Trail Blazers 97-102 Dallas Mavericks - New Orleans Hornets 96-99 (framlenging) San Antonio Spurs - Philadelphia 76Ers 109-86 Denver Nuggets - Utah Jazz 110-91 Los Angeles Clippers - Golden State Warriors 115-89 NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Fullt af leikjum fórum fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Carmelo Anthony skoraði 40 stig í sigri New York Knicks, Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs héldu bæði áfram sigurgöngu sinni á heimavelli, Rajon Rondo var með þrefalda tvennu í sigir Boston Celtics, Dallas tapaði í framlengingu í fyrsta leik Dirk Nowitzki í byrjunarliðinu og James Harden reif sig upp í lokin í enn einum sigri Houston Rockets.Carmelo Anthony skoraði 16 af 40 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar New York Knicks vann Orlando Magic 114-106. New York liðið vann fjórða leikhlutann 33-17. J.R. Smith skoraði 18 stig af bekknum og Tyson Chandler var með 14 stig og 12 fráköst. Knicks hefur unnið 2 af 3 leikjum sínum síðan að Amar'e Stoudemire kom aftur inn eftir meiðsli en Stoudemire var með 11 stig og 4 fráköst á 17 mínútum í nótt. Jason Kidd var flottur með 15 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar en hann hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Arron Afflalo og Jameer Nelson skoruðu báðir 29 stig fyrir Orlando og Nik Vucevic var með með 11 stig og 18 fráköst.Chris Paul var með 27 stig og 9 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann Golden State Warriors 115-89 og setti nýtt félagsmet með því að vinna sinn tólfta heimaleik í röð. Blake Griffin var með 20 stig fyrir Clippers sem er með besta sigurhlutfallið í NBA-deildinni, 27 sigra í 35 leikjum. DeAndre Jordan var með 13 stig og 8 fráköst en hjá Golden State skoraði Klay Thompson mest eða 14 stig en Golden State liðið klikkaði á 15 af fyrstu 18 skotum sínum í leiknum.Tony Parker skoraði 20 stig, Manu Ginobili var með 19 stig og Tim Duncan bætti við 16 stigum og 8 fráköstum þegar San Antonio Spurs vann 109-86 heimasigur á Philadelphia 76ers. Þeir félagar skoruðu saman 22 af 31 stigi liðsins í fyrsta leikhlutanum. Þetta var tíundi heimasigur San Antonio í röð. Spencer Hawes skoraði mest fyrir 76 ers eða 22 stig. Duncan komst í leiknum upp fyrir Adrian Dantley og upp í 24. sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi en hann hefur nú skorað 23.179 stig´á fimmtán tímabilum með Spurs.Rajon Rondo var með þrefalda tvennu þegar Boston Celtics vann 89-81 útisigur á Atlanta Hawks. Rondo skoraði 14 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar en Boston-liðið vann þarna sinn annan leik í röð og það hefur ekki gerst síðan í lok nóvember. Paul Pierce skorðai 17 af 26 stigum sínum í þriðja leikhlutanum en Atlanta-liðið var með 15 stiga forystu í hálfleik, 53-38. Lou Williams skoraði mest fyrir Hawks-liðið eða 28 stig.Dirk Nowitzki var í byrjunarliði Dallas Mavericks í fyrsta sinn eftir meiðslin en gat ekki komið í veg fyrir 96-99 tap á móti for New Orleans Hornets í framlengdum leik. Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 20 stig en nýtti bara 7 af 16 skotum sínum. Greivis Vasquez var með 25 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst hjá New Orleans. Eric Gordon kom inn í byrjunarliðið hjá New Orleans og skoraði sigurkörfuna 4,7 sekúndum fyrir lok framlengingarinnar þegar hann skoraði körfu og fékk víti að auki sem hann nýtti.James Harden skoraði 16 af 29 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Houston Rockets vann 112-104 útisigur á Cleveland Cavaliers. Harden hitti ekki vel utan af velli en setti niður 14 af 15 vítum sínum og var lykilmaður í að landa fjórða sigrinum í röð. Jeremy Lin var með 20 stig og 5 stoðsendingar en Kyrie Irving var að venju atkvæðamestur hjá Cleveland, nú með 30 stig og 6 stoðsendingar.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Atlanta Hawks - Boston Celtics 81-89 Orlando Magic - New York Knicks 106-114 Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 95-80 Brooklyn Nets - Sacramento Kings 113-93 Cleveland Cavaliers - Houston Rockets 104-112 Minnesota Timberwolves - Portland Trail Blazers 97-102 Dallas Mavericks - New Orleans Hornets 96-99 (framlenging) San Antonio Spurs - Philadelphia 76Ers 109-86 Denver Nuggets - Utah Jazz 110-91 Los Angeles Clippers - Golden State Warriors 115-89
NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira