Saab fær aukið fjármagn 9. janúar 2013 09:00 Fyrsti rafmagnsbíll Saab verður 9-3, óbreyttur í útliti frá fyrri gerð Samningurinn eykur líkurnar á að Saab merkið lifi af. Hinir núverandi kínversku eigendur Saab hafa gert fjárfestingarsamning við borgina Qingdao. Fjárfestingasjóður í Qingdao borg greiðir með honum 40 milljarða króna, eignast 22% í Saab og byggð verður Saab verksmiðja í borginni. Áform eigenda Saab eru að búa til rafmagnsbíla úr núverandi 9-3 bíl Saab og breyta honum ekki í útliti í fyrstu. Koma fyrstu bílarnir á markað eftir um eitt ár. Qingdao telur að mikill markaður verði fyrir rafmagnsbíla í Kína í nánustu framtíð og stjórnvöld þar greiða götu þess með öllum ráðum og verja til þess miklu fjármagni. Núverandi eigandi Saab er National Electric Vehicle Sweden en stofnandi þess og stærsti eigandi er kínversk-sænskur auðmaður að nafni Kai Johan Jiang. Þetta samkomulag sem tryggir Saab umtalsvert meira fjármagn eykur líkurnar á því að merkið muni lifa og að brátt fari að sjást aftur Saab bílar á götunum. Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent
Samningurinn eykur líkurnar á að Saab merkið lifi af. Hinir núverandi kínversku eigendur Saab hafa gert fjárfestingarsamning við borgina Qingdao. Fjárfestingasjóður í Qingdao borg greiðir með honum 40 milljarða króna, eignast 22% í Saab og byggð verður Saab verksmiðja í borginni. Áform eigenda Saab eru að búa til rafmagnsbíla úr núverandi 9-3 bíl Saab og breyta honum ekki í útliti í fyrstu. Koma fyrstu bílarnir á markað eftir um eitt ár. Qingdao telur að mikill markaður verði fyrir rafmagnsbíla í Kína í nánustu framtíð og stjórnvöld þar greiða götu þess með öllum ráðum og verja til þess miklu fjármagni. Núverandi eigandi Saab er National Electric Vehicle Sweden en stofnandi þess og stærsti eigandi er kínversk-sænskur auðmaður að nafni Kai Johan Jiang. Þetta samkomulag sem tryggir Saab umtalsvert meira fjármagn eykur líkurnar á því að merkið muni lifa og að brátt fari að sjást aftur Saab bílar á götunum.
Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent