Viðskipti innlent

Verkís opnar í Osló

Haraldur Guðmundsson skrifar
Starfsmenn Verkís við opnunina á fimmtudag.
Starfsmenn Verkís við opnunina á fimmtudag. Mynd/Verkis.
Verkfræðistofan Verkís opnaði formlega útibú í Osló þann 5. desember síðastliðinn. 

Egill Viðarsson, viðskiptastjóri fyrirtækisins, sagði við opnunina að Verkís hefði undanfarin fimm ár sinnt verkfræðiráðgjöf í Noregi og að af þeim sökum væri formleg opnun útibúsins kærkomin. 

Verkís hefur það sem af er ári fengið yfir þrjátíu ný verkefni frá Noregi og undirritað yfir tuttugu rammasamninga, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins.

„Um mjög fjölbreytt verkefni er að ræða þar sem yfir 100 sérfræðingar á öllum sviðum Verkís á Íslandi taka að staðaldri þátt í.

Meðal nýrra verkefna má nefna hönnun á skólum í sveitarfélögunum Asker og Kongsberg, eftirlit með hreinsistöðvum og hönnun á metangasverksmiðju í Bergen, 3 veghönnunarverkefni fyrir vegagerðina, svo eitthvað sé nefnt," segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×