LeBron James, stórstjarna Miami Heat, var allt annað en sáttur við að lenda aðeins í öðru sæti í vali á varnarmanni ársins í NBA-deildinni.
Marc Gasol hjá Memphis hlaut útnefninguna og fékk 14 fleiri atkvæði en James í fyrsta sætið. Serge Ibaka, leikmaður Oklahoma, varð þriðji.
James var spurður að því í gær hvað honum finndist um að hafa lent í öðru sæti.
"Það er ömurlegt. Það er ömurlegt. Það er ömurlegt," sagði James pirraður.
Hann var einnig spurður að því hvort hann teldi sig líklegan kandidat í að verða valinn leikmaður ársins.
"Ég veit það ekki. Það er samt ömurlegt að vera í öðru sæti. Hver vill lenda í öðru sæti?"

