Handbolti

Rússar mörðu sigur á Brasilíu

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.
Rússar skriðu inn í átta liða úrslit á HM með naumum, 27-26, sigri á Brasilíu í miklum spennuleik. Rússar mæta Slóveníu eða Egyptalandi í átta liða úrslitum.

Rússar byrjuðu leikinn með látum en Brassarnir rönkuðu við sér og náðu að komast yfir. Rússar létu það ekki viðgangast og tóku völdin á nýjan leik. Brasilíumenn neituðu að brotna og héngu í Rússunum.

Það var allt hnífjafnt, 14-14, í hálfleik og mikil spenna fyrir síðari hálfleikinn.

Þar hélst sama spenna allan hálfleikinn. Brasilía fékk tækifæri til þess að jafna leikinn en tók illa ígrundað skot of snemma og því fór sem fór.

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu leikinn og stóðu sig vel eins og venjulega. Þetta var fimmti leikurinn í mótinu hjá þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×