Handbolti

Auðvelt hjá Dönum

Anders Eggert var góður í kvöld.
Anders Eggert var góður í kvöld.
Danir höfðu ekki mikið fyrir því að komast í átta liða úrslit HM er þeir völtuðu yfir Túnis, 30-23, í kvöld. Danir mæta Ungverjum eða Pólverjum í átta liða úrslitum mótsins.

Túnisbúar byrjuðu leikinn betur og náðu fljótt þriggja marka forskoti, 4-1. Danir voru ekki lengi að vinna upp muninn og jöfnuðu 6-6.

Danir tóku svo yfir leikinn og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 16-11.

Síðari hálfleikur var síðan eign Dana sem sundurspiluðu Túnisbúa og unnu afar sannfærandi sigur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×