Handbolti

Guðjón: Hundleiðinlegt að þetta sé búið

mynd/vilhelm
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson reyndi að bera sig vel eftir leik en vonbrigðin leyndu sér ekki á andliti fyrirliðans enda voru strákarnir ekki fjarri því að leggja Frakka af velli á HM í kvöld.

"Við héngum í þeim og þetta var jafn leikur og spennandi. Svo missum við þá í byrjun seinni. Komum til baka en missum þá svo aftur í lokin. Við hefðum þurft að komast tveim til þrem mörkum yfir til þess að gera þá svolítið stressaða," sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur við Arnar Björnsson eftir leik.

"Við verðum að taka þá jákvæða úr mótinu það er auðvitað hundleiðinlegt að þetta sé búið. Leiðinlegt að enda svona. Okkur fannst við eiga meira skilið í dag.

"Ég hef trú á Dönum í framhaldinu en Frakkar eiga örugglega eftir að styrkjast í næstu leikjum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×