Handbolti

Arnór | Leið bara vel gegn Omeyer

Sigurður Elvar Þórólfsson í Barcelona skrifar
Arnór Þór Gunnarsson fagnar hér marki sem hann skoraði gegn Frökkum í kvöld.
Arnór Þór Gunnarsson fagnar hér marki sem hann skoraði gegn Frökkum í kvöld. Mynd / Vilhelm
Arnór Þór Gunnarsson lék vel í kvöld í hægra horninu en hann kom fljótlega inná vegna meiðsla sem Þórir Ólafsson glímir við í vinstra hné. Arnór Þór skoraði úr sínu fyrsta skoti og jafnað metin í 12-12 þegar fimm mínútur lifðu af fyrri hálfleik. Arnór Þór var vissulega svekktur í leikslok en hann fékk dýrmæta reynslu á þessu heimsmeistaramóti í handbolta þar sem Ísland féll úr 16-liða úrslitum eftir 30-28 tap gegn Frökkum í Barcelona.

„Við erum svekktir en við reyndum okkar besta. Þeir eru góðir og reynslan var meiri hjá þeim undir lokin. Ég hef aldrei mætt mörgum af þessum leikmönnum – en mér leið bara vel. Thierry Omeyer er einn besti markvörður heims en ég var ekkert að velta því fyrir mér þegar ég skaut á markið," sagði Arnór Þór Gunnarsson en hann skoraði alls 3 mörk og geigaði ekki á skoti í leiknum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×