NBA í nótt: LeBron vann á afmælisdaginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. desember 2013 10:55 LeBron James, sem fagnaði 29 ára afmæli sínu í gær, skoraði 26 stig í sigri sinna manna í Miami Heat á Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta. Miami vann, 97-94, þrátt fyrir að Dwayne Wade og Norris Cole hafi báðir farið meiddir af velli í leiknum. James var sjálfur að glíma við meiðsli í nára en hann spilaði engu að síður leikinn. Chris Bosh skoraði sautján stig og Ray Allen þrettán. Þetta var níundi sigur Miami í síðustu ellefu leikjum liðsins en sjöunda tap Denver í röð. New Orleans vann Portland, 110-108, þar sem að Tyreke Evans skoraði sigurkörfuna þegar 1,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Damien Lillard var þá nýbúinn að jafna metin fyrir Portland með þriggja stiga körfu. Dallas vann Minnesota, 100-98, eftir magnaða endurkomu í síðari hálfleik. Minnesota hafði nítján stiga forystu að loknum fyrri hálfleiknum. Shawn Marion fór mikinn í liði Dallas og skoraði 32 stig, þar af tvær mikilvægar þriggja stiga körfur í fjórða leikhluta. Dirk Nowitzky bætti við sextán stigum. Kevin Love átti frábæran leik fyrir Minnesota en það dugði ekki til. Hann skoraði 36 stig, tók ellefu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Love kom Minnesota yfir með þriggja stiga körfu þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum en Dallas reyndist sterkari að lokum.Úrslit næturinnar: Detroit - Washington 99-106 Memphis - Chicago 91-95 Minnesota - Dallas 98-100 New Orleans - Portland 110-108 Denver - Miami 94-97 Utah - Charlotte 83-80 LA Clippers - Phoenix 88-107 NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira
LeBron James, sem fagnaði 29 ára afmæli sínu í gær, skoraði 26 stig í sigri sinna manna í Miami Heat á Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta. Miami vann, 97-94, þrátt fyrir að Dwayne Wade og Norris Cole hafi báðir farið meiddir af velli í leiknum. James var sjálfur að glíma við meiðsli í nára en hann spilaði engu að síður leikinn. Chris Bosh skoraði sautján stig og Ray Allen þrettán. Þetta var níundi sigur Miami í síðustu ellefu leikjum liðsins en sjöunda tap Denver í röð. New Orleans vann Portland, 110-108, þar sem að Tyreke Evans skoraði sigurkörfuna þegar 1,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Damien Lillard var þá nýbúinn að jafna metin fyrir Portland með þriggja stiga körfu. Dallas vann Minnesota, 100-98, eftir magnaða endurkomu í síðari hálfleik. Minnesota hafði nítján stiga forystu að loknum fyrri hálfleiknum. Shawn Marion fór mikinn í liði Dallas og skoraði 32 stig, þar af tvær mikilvægar þriggja stiga körfur í fjórða leikhluta. Dirk Nowitzky bætti við sextán stigum. Kevin Love átti frábæran leik fyrir Minnesota en það dugði ekki til. Hann skoraði 36 stig, tók ellefu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Love kom Minnesota yfir með þriggja stiga körfu þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum en Dallas reyndist sterkari að lokum.Úrslit næturinnar: Detroit - Washington 99-106 Memphis - Chicago 91-95 Minnesota - Dallas 98-100 New Orleans - Portland 110-108 Denver - Miami 94-97 Utah - Charlotte 83-80 LA Clippers - Phoenix 88-107
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira