Viðskipti innlent

Íslensk lög verja föllnu bankana í Evrópu

Heimir Már Pétursson skrifar
Eftir að Landsbankinn hrundi ásamt Glitni og Kaupþingi í lok árs 2008 voru sett lög sem bönnuðu lögsóknir gegn fjármálafyrirtækjum í greiðslustöðvun.
Eftir að Landsbankinn hrundi ásamt Glitni og Kaupþingi í lok árs 2008 voru sett lög sem bönnuðu lögsóknir gegn fjármálafyrirtækjum í greiðslustöðvun. Vísir
Evrópudómstóllinn staðfesti í dag að að íslensk lög sem banna málshöfðun gegn fjármálafyrirtækjum í slitameðferð gildi einnig í Evrópusambandinu.

Eftir að Landsbankinn hrundi ásamt Glitni og Kaupþingi í lok árs 2008 voru sett lög sem bönnuðu lögsóknir gegn fjármálafyrirtækjum í greiðslustöðvun. Tveir kröfuhafar í franskt dótturfélag Landsbankans, Kepler Securities, höfðuðu mál til að innheimta kröfur sínar og eftir það leitaði Hæstiréttur Frakklands í einkamálum eftir forúrskurði Evrópudómstólsins í málinu.

Evrópudómstóllinn briti úrskurð sinn í dag og staðfestir að íslensk lög frá nóvember 2008 sem banna lögsóknir gegn fjármálafyrirtækjum í greiðslustöðvun og stöðva mál sem þegar voru hafin sem og íslensk lög frá apríl 2009 þar sem fjármálafyrirtækin voru sett í hefðbundna slitameðferð gilda einnig á Evrópska efnahagssvæðinu.

Franskir fjárfestar hafa reynt að endurheimta innistæður sínar í gamla Landsbankanum og samkvæmt þessum úrskurði þurfa þeir að bíða eftir slitum bankans til að fá kröfur sínar greiddar eða þangað til slitastjórn bankans greiðir út kröfur vegna innistæðna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×