Slóri til varnar Hildur Sverrisdóttir skrifar 15. júní 2013 06:00 Ég hef alltaf unnið allt á síðustu stundu. Ég hef skammað mig talsvert fyrir það enda glatað að vera lífsins ómögulegt að gera handtak nema í tímahraki. Svo kynntist ég lögmáli herra Parkinson, nýs vinar míns. Lögmálið gengur út á að hvert verkefni sem unnið er mun taka allan þann tíma sem því er úthlutað. Parkinson þessi skrifaði um þetta í The Economist árið 1955 eftir að hafa kynnt sér verklag breskrar skriffinnsku. Hann komst sum sé að því að ef þrír dagar eru í skil tekur verkið þrjá daga en séu fjórir dagar í skil tekur sama verk fjóra daga. Í greininni pirraði hann sig á því að stjórnmálamenn og skattgreiðendur gerðu líka ráð fyrir að eftir því sem opinberum starfsmönnum fjölgaði myndu afköstin aukast – en svo væri aldeilis ekki. Hér er því tækifæri til að minna á nauðsyn þess að minnka íslenska ríkisbáknið. Þá er það frá. Ég man hvernig ég féll í stafi þegar ég heyrði upphæðina sem áætlað var að breska ríkið hefði tapað á tveimur klukkutímum morguninn þegar breska þjóðin fylgdist með útsláttarleik Breta á HM í knattspyrnu karla í Japan. Það var glás af peningum. Ég setti þá fyrst almennilega í samhengi að hver vinnandi hönd væri víst mikilvæg fyrir þjóðarbúið – og það á hverri einustu mínútu. Ég hef síðan réttlætt helgarferðir mínar til London með því að ég skulda breska ríkinu nokkrar krónur eftir að hafa mætt nokkrum sinnum of seint í vinnuna þar um árið. Einhverjir mölduðu þó í móinn og sögðu einföldun að meta áætlað tap af fótboltaglápinu án þess að taka með í reikninginn hversu margir hefðu svo einfaldlega unnið verkin sín hraðar þann daginn. Það er áhugavert þar sem flestir vita eflaust upp á sig skömmina þegar þeir taka saman hve margar mínútur fóru í Facebook- og kaffispjall á vinnutíma. Kannski er því óþarfi fyrir okkur slórarana að vera með samviskubit því samkvæmt Parkinson vini mínum klárast verkið hvort eð er ekki fyrr en á tilsettum tíma. Og ef svo er, af hverju ekki að stytta þá bara vinnuvikuna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Ég hef alltaf unnið allt á síðustu stundu. Ég hef skammað mig talsvert fyrir það enda glatað að vera lífsins ómögulegt að gera handtak nema í tímahraki. Svo kynntist ég lögmáli herra Parkinson, nýs vinar míns. Lögmálið gengur út á að hvert verkefni sem unnið er mun taka allan þann tíma sem því er úthlutað. Parkinson þessi skrifaði um þetta í The Economist árið 1955 eftir að hafa kynnt sér verklag breskrar skriffinnsku. Hann komst sum sé að því að ef þrír dagar eru í skil tekur verkið þrjá daga en séu fjórir dagar í skil tekur sama verk fjóra daga. Í greininni pirraði hann sig á því að stjórnmálamenn og skattgreiðendur gerðu líka ráð fyrir að eftir því sem opinberum starfsmönnum fjölgaði myndu afköstin aukast – en svo væri aldeilis ekki. Hér er því tækifæri til að minna á nauðsyn þess að minnka íslenska ríkisbáknið. Þá er það frá. Ég man hvernig ég féll í stafi þegar ég heyrði upphæðina sem áætlað var að breska ríkið hefði tapað á tveimur klukkutímum morguninn þegar breska þjóðin fylgdist með útsláttarleik Breta á HM í knattspyrnu karla í Japan. Það var glás af peningum. Ég setti þá fyrst almennilega í samhengi að hver vinnandi hönd væri víst mikilvæg fyrir þjóðarbúið – og það á hverri einustu mínútu. Ég hef síðan réttlætt helgarferðir mínar til London með því að ég skulda breska ríkinu nokkrar krónur eftir að hafa mætt nokkrum sinnum of seint í vinnuna þar um árið. Einhverjir mölduðu þó í móinn og sögðu einföldun að meta áætlað tap af fótboltaglápinu án þess að taka með í reikninginn hversu margir hefðu svo einfaldlega unnið verkin sín hraðar þann daginn. Það er áhugavert þar sem flestir vita eflaust upp á sig skömmina þegar þeir taka saman hve margar mínútur fóru í Facebook- og kaffispjall á vinnutíma. Kannski er því óþarfi fyrir okkur slórarana að vera með samviskubit því samkvæmt Parkinson vini mínum klárast verkið hvort eð er ekki fyrr en á tilsettum tíma. Og ef svo er, af hverju ekki að stytta þá bara vinnuvikuna?
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun