28 daga hreinsun Ellý Ármanns skrifar 28. október 2013 15:15 Sigrún Kjartansdóttir, 55 ára, kennari í World Class byrjar með námskeið í byrjun nóvember sem ber yfirskriftina „28 daga hreinsun með mataræði og hreyfingu“. Við spurðum Sigrúnu um námskeiðið og hreinsunina sem gengur út á að borða rétt og hreyfa sig samhliða því en margir sem hafa sótt þessi námskeið hjá Sigrúnu hafa náð kjörþyngd á heilbrigðan hátt að hennar sögn.Sigrún og Íþróttaálfurinn.Fyrir fólk sem finnur fyrir sjúkdómseinkennum „Námskeiðið er í raun fyrir alla, bæði konur og karla, unga og þá sem eldri eru. Bæði fyrir þá sem eru í dag við góða heilsu en vilja læra hvernig þeir geta viðhaldið góðri heilsu það sem eftir er ævinnar og komið í veg fyrir ýmsa lífsstílstengda sjúkdóma sem og einnig fyrir þá sem eru farnir að finna fyrir ýmsum sjúkdómseinkennum eins og hækkandi blóðþrýstingi, gigt og verkjum í liðum, umframþyngd, metingar- og ristilsjúkdómum, sykursýki II, húðsjúkdómum, ofnæmi, orkuleysi, þunglyndi, streitu, kvíða, svefnleysi og fleiru,“ segir Sigrún spurð fyrir hverja námskeiðið er. „Fyrir þá sem ekki hafa hreyft sig lengi, þá byggi ég æfingarnar í tímunum upp á æfingum þar sem við notumst við léttar brennsluæfingar og styrktaræfingar byggðar á eigin þyngd og léttum lóðum. Hver og einn gerir eingöngu það sem hann getur og treystir sér til en við gerum allar æfingar saman," segir hún.Hér er Sigrún ásamt eiginmanni sínum.Mataræðið skiptir lykilmáliEr mataræðið líka mikilvægt þegar kemur að átaki sem þessu - 28 daga hreinsuninni? „Mataræðið skiptir lykilmáli. Við erum það sem við borðum, þannig að ef mataræðið okkar er að stórum hluta næringarsnauður matur, borðaður á óreglulegum tímum, jafnvel í of miklu magni þá vinnur líkaminn ekki rétt." „Frumur líkamans fá ekki þá næringu sem þær þurfa og ná því ekki að skila sínu hlutverki við að viðhalda sér og halda okkur heilbrigðum. Maturinn skiptir lykilmáli og við verðum að líta á matinn eins og „fóður" eða orkugjafa sem gerir okkur kleift að gera allt sem við þurfum að gera - ekki bara eitthvað bragðgott sem gleður okkur. Við verðum að skilja þarna á milli," segir hún.Láttu matinn vera lyfin þínEn aðeins að þér – hver er þinn bakgrunnur í líkamsrækt? „Ég er á besta aldri og hef í gegnum tíðina alltaf haft mikinn áhuga á hreyfingu og heilsurækt. Ég kynntist aðferðafræðinni um hreina mataræðið og lækningamætti hans fyrir nokkrum árum og hef séð þau undur og stórmerki sem hann hefur á fólk. Fólk getur hreinlega í mjög mörgum tilfellum læknað sig með réttu mataræði. Það þarf ekki lyf í öllum tilfellum." „Ég segi oft: „Láttu matinn vera lyfin þín!" Ég elskaði leikfimi sem barn og unglingur, spilaði og keppti í körfubolta sem unglingur, æfði og keppti í samkvæmisdansi í nokkur ár. Ég tók meira að segja þátt í fjórum heimsmeistaramótum í suður-amerískum dönsum fyrir Íslands hönd og hef hlaupið mjög mörg hálfmaraþon og nokkur heil maraþon. Ég kenni Zumba-fitness og get mjög illa verið án hreyfingar. Allir ættu að setja hreyfingu inn í daglegt líf sitt því hreyfingin gerir manni svo gott, ekki bara líkamlega heldur líka andlega.“ Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Sigrún Kjartansdóttir, 55 ára, kennari í World Class byrjar með námskeið í byrjun nóvember sem ber yfirskriftina „28 daga hreinsun með mataræði og hreyfingu“. Við spurðum Sigrúnu um námskeiðið og hreinsunina sem gengur út á að borða rétt og hreyfa sig samhliða því en margir sem hafa sótt þessi námskeið hjá Sigrúnu hafa náð kjörþyngd á heilbrigðan hátt að hennar sögn.Sigrún og Íþróttaálfurinn.Fyrir fólk sem finnur fyrir sjúkdómseinkennum „Námskeiðið er í raun fyrir alla, bæði konur og karla, unga og þá sem eldri eru. Bæði fyrir þá sem eru í dag við góða heilsu en vilja læra hvernig þeir geta viðhaldið góðri heilsu það sem eftir er ævinnar og komið í veg fyrir ýmsa lífsstílstengda sjúkdóma sem og einnig fyrir þá sem eru farnir að finna fyrir ýmsum sjúkdómseinkennum eins og hækkandi blóðþrýstingi, gigt og verkjum í liðum, umframþyngd, metingar- og ristilsjúkdómum, sykursýki II, húðsjúkdómum, ofnæmi, orkuleysi, þunglyndi, streitu, kvíða, svefnleysi og fleiru,“ segir Sigrún spurð fyrir hverja námskeiðið er. „Fyrir þá sem ekki hafa hreyft sig lengi, þá byggi ég æfingarnar í tímunum upp á æfingum þar sem við notumst við léttar brennsluæfingar og styrktaræfingar byggðar á eigin þyngd og léttum lóðum. Hver og einn gerir eingöngu það sem hann getur og treystir sér til en við gerum allar æfingar saman," segir hún.Hér er Sigrún ásamt eiginmanni sínum.Mataræðið skiptir lykilmáliEr mataræðið líka mikilvægt þegar kemur að átaki sem þessu - 28 daga hreinsuninni? „Mataræðið skiptir lykilmáli. Við erum það sem við borðum, þannig að ef mataræðið okkar er að stórum hluta næringarsnauður matur, borðaður á óreglulegum tímum, jafnvel í of miklu magni þá vinnur líkaminn ekki rétt." „Frumur líkamans fá ekki þá næringu sem þær þurfa og ná því ekki að skila sínu hlutverki við að viðhalda sér og halda okkur heilbrigðum. Maturinn skiptir lykilmáli og við verðum að líta á matinn eins og „fóður" eða orkugjafa sem gerir okkur kleift að gera allt sem við þurfum að gera - ekki bara eitthvað bragðgott sem gleður okkur. Við verðum að skilja þarna á milli," segir hún.Láttu matinn vera lyfin þínEn aðeins að þér – hver er þinn bakgrunnur í líkamsrækt? „Ég er á besta aldri og hef í gegnum tíðina alltaf haft mikinn áhuga á hreyfingu og heilsurækt. Ég kynntist aðferðafræðinni um hreina mataræðið og lækningamætti hans fyrir nokkrum árum og hef séð þau undur og stórmerki sem hann hefur á fólk. Fólk getur hreinlega í mjög mörgum tilfellum læknað sig með réttu mataræði. Það þarf ekki lyf í öllum tilfellum." „Ég segi oft: „Láttu matinn vera lyfin þín!" Ég elskaði leikfimi sem barn og unglingur, spilaði og keppti í körfubolta sem unglingur, æfði og keppti í samkvæmisdansi í nokkur ár. Ég tók meira að segja þátt í fjórum heimsmeistaramótum í suður-amerískum dönsum fyrir Íslands hönd og hef hlaupið mjög mörg hálfmaraþon og nokkur heil maraþon. Ég kenni Zumba-fitness og get mjög illa verið án hreyfingar. Allir ættu að setja hreyfingu inn í daglegt líf sitt því hreyfingin gerir manni svo gott, ekki bara líkamlega heldur líka andlega.“
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira