Hélt að það væri kominn 1. apríl Boði Logason skrifar 1. ágúst 2013 12:57 „Ef að það væri ekki 1. ágúst hefði maður haldið að það væri 1. apríl vegna þess að þetta eru hugmyndir sem ná ekki nokkurri átt.“ Talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi segir þá hugmynd að hefja hnúfubaksveiðar á nýjan leik eina vitlausustu hugmynd sem hann hafi heyrt lengi. Á forsíðu Fréttablaðsins í dag hvetur Gunnar Bergmann, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna, til þess að hafnar verði veiðar á hnúfubaki. Hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir skynsamlegt að leyfa veiðarnar í vísindaskyni. Sigursteinn Másson er talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi. „Ef að það væri ekki 1. ágúst hefði maður haldið að það væri 1. apríl vegna þess að þetta eru hugmyndir sem ná ekki nokkurri átt. Þessi hugmynd Hrefnuveiðimanna er ein sú vitlausasta sem ég hef nokkurn tímann heyrt úr þeirri áttinni, og þó er nú margt sem hefur gengið á,“ segir hann. „Það er ekki hægt að taka þetta alvarlega. Þetta er annars vegar einhverskonar ögrun í garð ferðaþjónustunnar í landinu en líka er þetta örvænting sem birtist í svona hugmynd, athygliþörf og eitthvað slíkt. Þetta er bara af þeirri gerðinni að það er ekki hægt að taka þetta alvarlega." Sigursteinn segir að árið 2003 hafi vísindaveiðar á hrefnu hafist. „Og við sögðum alltaf að þær væru undanfari atvinnuveiða og það reyndist rétt því veiðarnar hófust þremur árum síðar. Ef að menn ætla að hefja vísindaveiðar á hnúfubak þá myndi það kalla yfir Ísland alþjóðlega fordæmingu. Það myndi vera mjög skaðlegt íslenskum hagsmunum, ekki aðeins fyrir ferðaþjónustuna og ímynd Íslands, heldur í miklu víðara samhengi en það.“ Sigursteinn segir að Hnúfubakurinn njóti víðtækrar alþjóðlegrar verndar í alþjóðasáttmálum og lögum. Hann sé hvergi veiddur í atvinnuskyni, né í vísindaskyni. „Þær [innsk.blm. veiðarnar] myndu aldrei verða samþykktar á vettvangi alþjóðlega hvalveiðiráðsins, að veita einhverkonar undanþágu til Íslendinga til veiða á hnúfubak. Þar fyrir utan þá er það einfaldlega þannig að hér er að hrannast upp hvalkjöt í landinu sem er ekki hægt að flytja úr landi. Ef menn ætla síðan að fara bæta þessu við, þá náttúrulega væri það svo fráleitt að engu tali tekur.“ Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi segir þá hugmynd að hefja hnúfubaksveiðar á nýjan leik eina vitlausustu hugmynd sem hann hafi heyrt lengi. Á forsíðu Fréttablaðsins í dag hvetur Gunnar Bergmann, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna, til þess að hafnar verði veiðar á hnúfubaki. Hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir skynsamlegt að leyfa veiðarnar í vísindaskyni. Sigursteinn Másson er talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi. „Ef að það væri ekki 1. ágúst hefði maður haldið að það væri 1. apríl vegna þess að þetta eru hugmyndir sem ná ekki nokkurri átt. Þessi hugmynd Hrefnuveiðimanna er ein sú vitlausasta sem ég hef nokkurn tímann heyrt úr þeirri áttinni, og þó er nú margt sem hefur gengið á,“ segir hann. „Það er ekki hægt að taka þetta alvarlega. Þetta er annars vegar einhverskonar ögrun í garð ferðaþjónustunnar í landinu en líka er þetta örvænting sem birtist í svona hugmynd, athygliþörf og eitthvað slíkt. Þetta er bara af þeirri gerðinni að það er ekki hægt að taka þetta alvarlega." Sigursteinn segir að árið 2003 hafi vísindaveiðar á hrefnu hafist. „Og við sögðum alltaf að þær væru undanfari atvinnuveiða og það reyndist rétt því veiðarnar hófust þremur árum síðar. Ef að menn ætla að hefja vísindaveiðar á hnúfubak þá myndi það kalla yfir Ísland alþjóðlega fordæmingu. Það myndi vera mjög skaðlegt íslenskum hagsmunum, ekki aðeins fyrir ferðaþjónustuna og ímynd Íslands, heldur í miklu víðara samhengi en það.“ Sigursteinn segir að Hnúfubakurinn njóti víðtækrar alþjóðlegrar verndar í alþjóðasáttmálum og lögum. Hann sé hvergi veiddur í atvinnuskyni, né í vísindaskyni. „Þær [innsk.blm. veiðarnar] myndu aldrei verða samþykktar á vettvangi alþjóðlega hvalveiðiráðsins, að veita einhverkonar undanþágu til Íslendinga til veiða á hnúfubak. Þar fyrir utan þá er það einfaldlega þannig að hér er að hrannast upp hvalkjöt í landinu sem er ekki hægt að flytja úr landi. Ef menn ætla síðan að fara bæta þessu við, þá náttúrulega væri það svo fráleitt að engu tali tekur.“
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira