Óvíst um framhaldið hjá Guðjóni Val Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2013 08:00 Guðjón Valur hefur verið einn fremsti hornamaður í heimi undanfarinn áratug. Nordicphotos/Getty „Ég sagði bara nei við þeirra tilboði,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Hornamaðurinn staðfesti við Fréttablaðið að hann hefði neitað samningstilboði þýsku meistaranna í Kiel. Var hann meðal annars orðaður við spænska félagið Barcelona í erlendum fjölmiðlum. „Hvað verður kemur bara í ljós einhvern tímann seinna. Það er ekkert sem ég get sagt í augnablikinu,“ segir Seltirningurinn uppaldi sem er á sínu öðru tímabili hjá þýska stórliðinu. Guðjón Valur varð Þýskalandsmeistari í fyrsta skipti með liðinu í fyrra auk þess að vinna bikarinn. Liðið fór þó flatt í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið ætlaði sér stóra hluti. Ljóst er að Kiel mun ekki verja bikarmeistaratitil sinn þetta árið eftir tap fyrir Rhein-Neckar Löwen í vikunni. Liðið er þó í hörkubaráttu í deildinni einu stig eftir toppliði Flensburg og með leik til góða. „Nú er bara að klára þessa fjóra leiki fram að jólum,“ segir Guðjón Valur en handan við hornið er enn eitt stórmótið hjá landsliðinu. Okkar strákar hefja leik á EM í Danmörku 12. janúar þar sem liðið er í riðli með Spánverjum, Norðmönnum og Ungverjum. „Riðillinn er rosalega sterkur. Fyrsti leikurinn kemur til með að skipta gríðarlegu máli,“ segir Guðjón Valur um möguleika Íslands. Norðmenn eru andstæðingurinn í fyrsta leik en svo er leikið á tveggja daga fresti. „Mestu máli skiptir fyrir okkur að leikmenn okkar verði heilir fyrir mót,“ segir landsliðsfyrirliðinn. Nefnir hann þá Aron Pálmarsson og Alexander Petersson til sögunnar. Báðir skoruðu átta mörk í stórleik Kiel og Löwen í bikarnum í vikunni þrátt fyrir að vera að jafna sig eftir meiðsli. „Það er frábært að Aron sé kominn í gang. Það er hins vegar tvennt ólíkt að spila tvisvar í viku og að fara á svona mót,“ segir Guðjón Valur um samherja sinn hjá Kiel. Aron var í lykilhlutverki hjá landsliðinu á HM á Spáni í janúar líkt og Guðjón Valur þar sem Ísland hafnaði í 12. sæti. Óvissa ríkir um þátttöku Alexanders Peterssonar á mótinu. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson sagði við Fréttablaðið í gær að hægri skyttan myndi gefa svar eftir helgi. „Auðvitað þurfum við á honum að halda. Þótt Geiri (Ásgeir Örn Hallgrímsson) hafi litið rosalega vel út í æfingaleikjunum á móti Austurríki þá þarf tvo menn með reynslu í hverja stöðu,“ segir Guðjón Valur um Alexander. Hann hafi hins vegar skilning á því ef menn ákveða að gefa ekki kost á sér. Nauðsynlegt sé að hlusta á líkamann. Vegna óvissunnar um leikmenn segir hornamaðurinn erfitt að meta möguleika okkar manna. Verði Ísland með sitt sterkasta lið séu möguleikarnir góðir. „Ef ekki þá verður þetta helvíti erfitt,“ segir hornamaðurinn. Hann ítrekar þó að sama hvernig liðið verði skipað verði spilað til sigurs í öllum leikjum. Hornamaðurinn 34 ára virðist verða betri með hverju árinu. Hann fór hamförum með landsliðinu á árinu og var langmarkahæstur allra leikmanna í undankeppni EM. „Ég velti lítið fyrir mér hve gamall ég er eða hve lengi ég hef verið í þessu. Það er bara næsti leikur hvort sem maður er 18 ára eða 34 ára. Mér líður vel og skrokkurinn heldur,“ segir fyrirliðinn sem ætlar að gefa kost á sér í landsliðið á meðan hann getur. „Ég get æft vel, mér líður vel og ég hef mjög gaman af því að spila fyrir landsliðið. Á meðan svo er geri ég það áfram.“ Handbolti Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar segist eiga meira inni EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik Sjá meira
„Ég sagði bara nei við þeirra tilboði,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Hornamaðurinn staðfesti við Fréttablaðið að hann hefði neitað samningstilboði þýsku meistaranna í Kiel. Var hann meðal annars orðaður við spænska félagið Barcelona í erlendum fjölmiðlum. „Hvað verður kemur bara í ljós einhvern tímann seinna. Það er ekkert sem ég get sagt í augnablikinu,“ segir Seltirningurinn uppaldi sem er á sínu öðru tímabili hjá þýska stórliðinu. Guðjón Valur varð Þýskalandsmeistari í fyrsta skipti með liðinu í fyrra auk þess að vinna bikarinn. Liðið fór þó flatt í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið ætlaði sér stóra hluti. Ljóst er að Kiel mun ekki verja bikarmeistaratitil sinn þetta árið eftir tap fyrir Rhein-Neckar Löwen í vikunni. Liðið er þó í hörkubaráttu í deildinni einu stig eftir toppliði Flensburg og með leik til góða. „Nú er bara að klára þessa fjóra leiki fram að jólum,“ segir Guðjón Valur en handan við hornið er enn eitt stórmótið hjá landsliðinu. Okkar strákar hefja leik á EM í Danmörku 12. janúar þar sem liðið er í riðli með Spánverjum, Norðmönnum og Ungverjum. „Riðillinn er rosalega sterkur. Fyrsti leikurinn kemur til með að skipta gríðarlegu máli,“ segir Guðjón Valur um möguleika Íslands. Norðmenn eru andstæðingurinn í fyrsta leik en svo er leikið á tveggja daga fresti. „Mestu máli skiptir fyrir okkur að leikmenn okkar verði heilir fyrir mót,“ segir landsliðsfyrirliðinn. Nefnir hann þá Aron Pálmarsson og Alexander Petersson til sögunnar. Báðir skoruðu átta mörk í stórleik Kiel og Löwen í bikarnum í vikunni þrátt fyrir að vera að jafna sig eftir meiðsli. „Það er frábært að Aron sé kominn í gang. Það er hins vegar tvennt ólíkt að spila tvisvar í viku og að fara á svona mót,“ segir Guðjón Valur um samherja sinn hjá Kiel. Aron var í lykilhlutverki hjá landsliðinu á HM á Spáni í janúar líkt og Guðjón Valur þar sem Ísland hafnaði í 12. sæti. Óvissa ríkir um þátttöku Alexanders Peterssonar á mótinu. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson sagði við Fréttablaðið í gær að hægri skyttan myndi gefa svar eftir helgi. „Auðvitað þurfum við á honum að halda. Þótt Geiri (Ásgeir Örn Hallgrímsson) hafi litið rosalega vel út í æfingaleikjunum á móti Austurríki þá þarf tvo menn með reynslu í hverja stöðu,“ segir Guðjón Valur um Alexander. Hann hafi hins vegar skilning á því ef menn ákveða að gefa ekki kost á sér. Nauðsynlegt sé að hlusta á líkamann. Vegna óvissunnar um leikmenn segir hornamaðurinn erfitt að meta möguleika okkar manna. Verði Ísland með sitt sterkasta lið séu möguleikarnir góðir. „Ef ekki þá verður þetta helvíti erfitt,“ segir hornamaðurinn. Hann ítrekar þó að sama hvernig liðið verði skipað verði spilað til sigurs í öllum leikjum. Hornamaðurinn 34 ára virðist verða betri með hverju árinu. Hann fór hamförum með landsliðinu á árinu og var langmarkahæstur allra leikmanna í undankeppni EM. „Ég velti lítið fyrir mér hve gamall ég er eða hve lengi ég hef verið í þessu. Það er bara næsti leikur hvort sem maður er 18 ára eða 34 ára. Mér líður vel og skrokkurinn heldur,“ segir fyrirliðinn sem ætlar að gefa kost á sér í landsliðið á meðan hann getur. „Ég get æft vel, mér líður vel og ég hef mjög gaman af því að spila fyrir landsliðið. Á meðan svo er geri ég það áfram.“
Handbolti Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar segist eiga meira inni EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik Sjá meira