Óljóst hvort sæstrengur sé arðbærari en stóriðja Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júní 2013 19:10 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. Ráðgjafahópur stjórnvalda leggur til frekari rannsóknir á arðsemi strengs og að viðræður hefjist við Breta um málið. Forstjóri Landsvirkjunar lýsti því yfir í fyrra að lagning sæstrengs gæti verið eitt stærsta viðskiptatækifæri sem Íslendingar stæðu frammi fyrir. Það er fyrst og fremst lagning strengs milli Íslands og Bretlands sem fimmtán manna ráðgjafarhópur á vegum iðnaðarráðherra hefur nú skoðað. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir í fréttum Stöðvar 2 að nú verði farið yfir efni skýrslu hópsins og framhaldið síðan ákveðið. Kjarninn í samhljóða ályktun ráðgjafahópsins er að, þótt vísbendingar séu um að strengur gæti orðið arðbær, þyrfti að afla frekari upplýsinga til að fá úr því skorið. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir raunar óljóst hvort þjóðhagslegur ábati af sölu raforku um sæstreng sé meiri eða minni en sölu til stóriðju, og segir frekari rannsóknir nauðsynlegar. Ráðgjafahópurinn leggur til að viðræður hefjist við bresk stjórnvöld og þarlend orku- og dreififyrirtæki um fyrirkomulag eignarhalds á strengnum og um verðlagningu orkunnar og segir Gunnar Tryggvason, formaður ráðgjafahópsins, að þessir tveir þættir séu forsenda þess að vinna nákvæmara arðsemismat. Í skýrslunni eru einnig reifaðar áhyggjur vegna umhverfisáhrifa, eins og að strengur kalli á fleiri virkjanir. Gunnar segir að þótt virkja þurfi meira sé það ekki mikið í stóra samhenginu, því meginhluti orku fyrir sæstrenginn muni koma vegna betri nýtingar umframorku og vegna aflstækkunar í virkjunum. Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, þykir mest um vert að ráðgjafahópur fulltrúa allra þingflokka, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins, orkufyrirtækja og náttúruverndarsamtaka skuli vera sammála um að halda áfram að skoða málið. Það sé mjög ánægjulegt enda afar mikilvægt að um svo flókið mál ríki breið sátt. Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. Ráðgjafahópur stjórnvalda leggur til frekari rannsóknir á arðsemi strengs og að viðræður hefjist við Breta um málið. Forstjóri Landsvirkjunar lýsti því yfir í fyrra að lagning sæstrengs gæti verið eitt stærsta viðskiptatækifæri sem Íslendingar stæðu frammi fyrir. Það er fyrst og fremst lagning strengs milli Íslands og Bretlands sem fimmtán manna ráðgjafarhópur á vegum iðnaðarráðherra hefur nú skoðað. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir í fréttum Stöðvar 2 að nú verði farið yfir efni skýrslu hópsins og framhaldið síðan ákveðið. Kjarninn í samhljóða ályktun ráðgjafahópsins er að, þótt vísbendingar séu um að strengur gæti orðið arðbær, þyrfti að afla frekari upplýsinga til að fá úr því skorið. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir raunar óljóst hvort þjóðhagslegur ábati af sölu raforku um sæstreng sé meiri eða minni en sölu til stóriðju, og segir frekari rannsóknir nauðsynlegar. Ráðgjafahópurinn leggur til að viðræður hefjist við bresk stjórnvöld og þarlend orku- og dreififyrirtæki um fyrirkomulag eignarhalds á strengnum og um verðlagningu orkunnar og segir Gunnar Tryggvason, formaður ráðgjafahópsins, að þessir tveir þættir séu forsenda þess að vinna nákvæmara arðsemismat. Í skýrslunni eru einnig reifaðar áhyggjur vegna umhverfisáhrifa, eins og að strengur kalli á fleiri virkjanir. Gunnar segir að þótt virkja þurfi meira sé það ekki mikið í stóra samhenginu, því meginhluti orku fyrir sæstrenginn muni koma vegna betri nýtingar umframorku og vegna aflstækkunar í virkjunum. Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, þykir mest um vert að ráðgjafahópur fulltrúa allra þingflokka, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins, orkufyrirtækja og náttúruverndarsamtaka skuli vera sammála um að halda áfram að skoða málið. Það sé mjög ánægjulegt enda afar mikilvægt að um svo flókið mál ríki breið sátt.
Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira