Curry meiddur en spilaði í sigri Golden State Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. maí 2013 06:54 Hið unga lið Golden State Warriors náði í gærkvöldi að jafna metin gegn San Antonio Spurs í rimmu liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Golden State vann tíu stiga sigur í framlengingu, 97-87, og er staðan í undanúrslitarimmu liðanna í Vesturdeildinni nú jöfn, 2-2. Hvort lið hefur unnið einn heimaleik og einn útileik. San Antonio var yfir mestallan leikinn en Golden State kom til baka á lokamínútunum og fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í lokasókn venjulegs leiktíma. Jarrett Jack klikkaði þá á lokaskotinu. En það var aldrei nein spurning í framlengingunni. Gestirnir frá San Antonio gátu nánast ekki keypt sér körfu og Golden State nýtti sér það til fullnustu. Leikstjórnandinn Stephen Curry var eins og svo oft áður frábær í sigri sinna manna. Hann var þó tæpur fyrir leikinn vegna ökklameiðsla en spilaði eftir að hafa fengið góð ráð frá mömmu sinni - á sjálfan mæðradaginn. „Hún bara minnti mig á að halda áfram að berjast og treysta á stuðning liðsfélaganna,“ sagði Curry eftir leikinn í gær en hann skoraði alls 22 stig auk þess sem hann var með sex fráköst og fjórar stoðsendingar. Hann setti niður fimm þrista í leiknum. „Ég hélt að hann gæti ekki spilað, miðað við hvernig upphitunin var,“ sagði Jack. „Það var svo ótrúlegt sjá hann hlaupa út um allt á annarri löppinni - hann minnti mig á Isiah Thomas í úrslitaeinvíginu gegn Lakers. Frammistaðan hans á lokakaflanum var mögnuð. Ég trúði ekki eigin augum.“ Stjarna leiksins var þó nýliðinn Harrison Barnes sem ekki byrjaður í skóla þegar að Tim Duncan hjá San Antonio spilaði sinn fyrsta leik í NBA-deildinni. Barnes skoraði 26 stig, sem er persónulegt met, og tók tíu fráköst. Hér fyrir neðan má sjá samantekt á helstu tilþrifum Barnes í leiknum. Jack var með 24 stig og Andrew Bogut var frábær í vörninni og tók átján fráköst. Hjá San Antonio voru Tony Parker með sautján stig, Manu Ginobili 21 og Tim Duncan nítján og fimmtán fráköst. Tveir leikir fara fram í deildinni í kvöld. Chicago tekur á móti Miami og Memphis mætir Oklahoma City. Neðst í fréttinni má sjá samantekt úr leiknum. NBA Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Dagskráin: Körfuboltakvöld, sprettkeppni í Formúlu 1 og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Hið unga lið Golden State Warriors náði í gærkvöldi að jafna metin gegn San Antonio Spurs í rimmu liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Golden State vann tíu stiga sigur í framlengingu, 97-87, og er staðan í undanúrslitarimmu liðanna í Vesturdeildinni nú jöfn, 2-2. Hvort lið hefur unnið einn heimaleik og einn útileik. San Antonio var yfir mestallan leikinn en Golden State kom til baka á lokamínútunum og fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í lokasókn venjulegs leiktíma. Jarrett Jack klikkaði þá á lokaskotinu. En það var aldrei nein spurning í framlengingunni. Gestirnir frá San Antonio gátu nánast ekki keypt sér körfu og Golden State nýtti sér það til fullnustu. Leikstjórnandinn Stephen Curry var eins og svo oft áður frábær í sigri sinna manna. Hann var þó tæpur fyrir leikinn vegna ökklameiðsla en spilaði eftir að hafa fengið góð ráð frá mömmu sinni - á sjálfan mæðradaginn. „Hún bara minnti mig á að halda áfram að berjast og treysta á stuðning liðsfélaganna,“ sagði Curry eftir leikinn í gær en hann skoraði alls 22 stig auk þess sem hann var með sex fráköst og fjórar stoðsendingar. Hann setti niður fimm þrista í leiknum. „Ég hélt að hann gæti ekki spilað, miðað við hvernig upphitunin var,“ sagði Jack. „Það var svo ótrúlegt sjá hann hlaupa út um allt á annarri löppinni - hann minnti mig á Isiah Thomas í úrslitaeinvíginu gegn Lakers. Frammistaðan hans á lokakaflanum var mögnuð. Ég trúði ekki eigin augum.“ Stjarna leiksins var þó nýliðinn Harrison Barnes sem ekki byrjaður í skóla þegar að Tim Duncan hjá San Antonio spilaði sinn fyrsta leik í NBA-deildinni. Barnes skoraði 26 stig, sem er persónulegt met, og tók tíu fráköst. Hér fyrir neðan má sjá samantekt á helstu tilþrifum Barnes í leiknum. Jack var með 24 stig og Andrew Bogut var frábær í vörninni og tók átján fráköst. Hjá San Antonio voru Tony Parker með sautján stig, Manu Ginobili 21 og Tim Duncan nítján og fimmtán fráköst. Tveir leikir fara fram í deildinni í kvöld. Chicago tekur á móti Miami og Memphis mætir Oklahoma City. Neðst í fréttinni má sjá samantekt úr leiknum.
NBA Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Dagskráin: Körfuboltakvöld, sprettkeppni í Formúlu 1 og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira