Lífið

Pharrell Williams giftir sig

Tónlistarmaðurinn Pharrell Williams er búinn að gifta sig.
Tónlistarmaðurinn Pharrell Williams er búinn að gifta sig. NORDICPHOTOS/GETTY
Tónlistarmaðurinn Pharrell Williams, giftist unnustu sinni Helen Lasichanh, um síðustu helgi í Miami. Þau hafa verið saman í fimm ár og eiga saman 4 ára son.

Samkvæmt heimildum US Weekly, var brúðkaupsveislan fjörug en heimildir herma að tónlistarmennirnir Usher og Busta Rhymes hafi tekið lagið í veislunni.

Pharrell, sem er fertugur, minnti heldur betur á sig á árinu þegar hann söng eitt vinsælasta lag ársins, Get Lucky með hljómsveitinni Daft Punk. Þá kom hann einnig að gerð nýjustu plötu Miley Cyrus, Bangerz og að nýjustu plötu Jay Z, Magna Carta Holy Grail.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.