Það er farið að verða sífellt meira vandamál í NBA-deildinni að léleg lið tapi leikjum nánast viljandi til þess að fá betri valrétt í nýliðavalinu.
Forráðamenn deildarinnar ætla sér að taka á þessu vandamáli og vinna nú að því að breyta reglum í nýliðavalinu. Þær eiga að verða þess valdandi að liðin haldi áfram að gefa allt í leikina í stað þess að gefa eftir.
Nýju tillögurnar hafa fengið dræmar undirtektir en unnið er að fleiri tillögum sem síðan verða teknar fyrir. Það gæti tekið talsverðan tíma að fá lendingu í þessu viðkvæma máli og eflaust eiga margar tillögur eftir að koma upp á borðið.
Vilja breyta reglum í nýliðavali NBA-deildarinnar
