NBA í nótt: Góður sigur Golden State Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2013 09:00 Andrew Bogut og David Lee fagna í leiknum í nótt. Mynd/AP Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar unnu Golden State og Oklahoma City góða sigra. Golden State hafði betur gegn Dallas á heimavelli, 100-97. Golden State hefur verið eitt af betri liðum deildarinnar í ár og hefur nú unnið þrjá leiki í röð, þrátt fyrir að leikstjórandinn Stephen Curry hafi misst af síðustu tveimur vegna meiðsla. Í fjarveru hans var Klay Thompson stigahæstur í liði Golden State með 27 stig. Þá átti David Lee frábæran leik en hann var með fimmtán stig, 20 fráköst og níu stoðsendingar. Golden State endurheimti einnig Andrew Bogut úr meiðslum og hann varði skot á mikilvægu augnabliki rétt fyrir leikslok. Þá var staðan 98-97 en Golden State fékk boltann og jók muninn í þrjú stig. Vince Carter fékk tækifæri til að jafna með erfiðu þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út en það geigaði. OJ Mayo var stigahæstur í liði Dallas með 25 stig. Carter var með 22 og Shawn Marion átján. Oklahoma City vann Memphis, 106-89, en þetta var fyrsti leikur síðarnefnda liðsins áður en Rudy Gay var skipt til Toronto Raptors. Sigur Oklahoma City var nokkuð öruggur en Memphis komst þó á ágætt skrið eftir að Russell Westbrook var settur á bekkinn í þriðja leikhluta. Westbrook náði ekki að hemja skap sitt og lét í ljós óánægju með liðsfélaga sína á vellinum, með þeim afleiðingum að þjálfarinn Scott Brooks tók hann af velli. "Þetta var bara smá samskiptavandamál," sagði Westbrook við fjölmiðla eftir leikinn en aðrir leikmenn Oklahoma City gerðu einnig lítið úr málinu eftir leik. Westbrook hvíldi í um átta mínútur áður en hann kom aftur inn á í fjórða leikhluta, en Oklahoma City náði að halda forystu sinni allt til leiksloka. Kevin Durant var stigahæstur í liði Oklahoma City með 27 stig. NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Sjá meira
Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar unnu Golden State og Oklahoma City góða sigra. Golden State hafði betur gegn Dallas á heimavelli, 100-97. Golden State hefur verið eitt af betri liðum deildarinnar í ár og hefur nú unnið þrjá leiki í röð, þrátt fyrir að leikstjórandinn Stephen Curry hafi misst af síðustu tveimur vegna meiðsla. Í fjarveru hans var Klay Thompson stigahæstur í liði Golden State með 27 stig. Þá átti David Lee frábæran leik en hann var með fimmtán stig, 20 fráköst og níu stoðsendingar. Golden State endurheimti einnig Andrew Bogut úr meiðslum og hann varði skot á mikilvægu augnabliki rétt fyrir leikslok. Þá var staðan 98-97 en Golden State fékk boltann og jók muninn í þrjú stig. Vince Carter fékk tækifæri til að jafna með erfiðu þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út en það geigaði. OJ Mayo var stigahæstur í liði Dallas með 25 stig. Carter var með 22 og Shawn Marion átján. Oklahoma City vann Memphis, 106-89, en þetta var fyrsti leikur síðarnefnda liðsins áður en Rudy Gay var skipt til Toronto Raptors. Sigur Oklahoma City var nokkuð öruggur en Memphis komst þó á ágætt skrið eftir að Russell Westbrook var settur á bekkinn í þriðja leikhluta. Westbrook náði ekki að hemja skap sitt og lét í ljós óánægju með liðsfélaga sína á vellinum, með þeim afleiðingum að þjálfarinn Scott Brooks tók hann af velli. "Þetta var bara smá samskiptavandamál," sagði Westbrook við fjölmiðla eftir leikinn en aðrir leikmenn Oklahoma City gerðu einnig lítið úr málinu eftir leik. Westbrook hvíldi í um átta mínútur áður en hann kom aftur inn á í fjórða leikhluta, en Oklahoma City náði að halda forystu sinni allt til leiksloka. Kevin Durant var stigahæstur í liði Oklahoma City með 27 stig.
NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Sjá meira