Innlent

Snjókoma á höfuðborgarsvæðinu á morgun

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Snjórinn á leiðinni.
Snjórinn á leiðinni. mynd/vilhelm
Veðurstofan spáir snjókomu vestanvert um landið í nótt og á morgun, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu.

Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur Veðurstofunnar, segir ekki að ekki sé um vonsku veður að ræða. Búast má við úrkomu á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega eftir hádegi á morgun en ekki í miklu magni.

Þá kólnar heldur í veðri á morgun. Helga segir að fólk gæti þurft að skafa af bifreiðum sínum í fyrramálið þar sem spáir 0 til 8 stiga frosti í nótt. Hins vegar fer veðrið talsvert hlýnandi á fimmtudag samkvæmt spánni.

Vegagerðin varar við hálkublettum eða hálku á ýmsum leiðum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×