Innlent

Kvöldverður með Davíð á allt að 30 þúsund krónur

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Davíð Oddsson er ræðumaður kvöldsins á Frelsiskvöldverði RNA.
Davíð Oddsson er ræðumaður kvöldsins á Frelsiskvöldverði RNA.
Frelsiskvöldverður Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt verður haldinn í kvöld. Ræðumaður kvöldsins er Davíð Oddsson, ristjóri og fyrrverandi Seðlabankastjóri, sem mun í ræðu sinni rifja upp hina örlagaríku daga í október 2008 þegar bankahrunið átti sér stað. Uppselt er á kvöldverðinn og kostaði miðinn allt að 30 þúsund krónum.

Kvöldverðurinn er haldinn í kjölfar Alþjóðlegrar ráðstefnu um bankahrunið og smáríkin í Evrópu sem haldin er í dag í Háskóla Íslands. Fyrirlesarar eru Dr. Eamonn Butler, forstöðumaður Adam Smith-stofnunarinnar í Lundúnum, Dr. Pythagoras Petratos, kennari í fjármálafræði í Said School of Business í Oxford, Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Háskóla Íslands og Dr. Ásgeir Jónsson, hagfræðilektor í Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×