Handbolti

Makedónar töpuðu viljandi gegn Dönum

Hans Lindberg skorar fram hjá Rostovski í leiknum í gær.
Hans Lindberg skorar fram hjá Rostovski í leiknum í gær.
Leikmenn makedónska landsliðsins fóru ekkert í grafgötur með það eftir leikinn gegn Dönum í gær að þeir hefðu viljandi tapað gegn Dönum svo þeir myndu mæta Þýskalandi í 16-liða úrslitum keppninnar.

Ef Makedónar hefðu unnið leikinn hefðu þeir mætt Frökkum en það verður hlutskipti íslenska liðsins. Makedónar höfðu lítinn áhuga á því.

"Þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég er ánægður að hafa tapað leik. Það er betra að spila gegn Þjóðverjum en Frökkum. Við vissum hvernig staðan var fyrir leik og lögðum okkur ekki 100 prósent fram," sagði markvörðurinn Borko Ristovski.

Þar sem lokaumferðin fór ekki öll fram á sama tíma var ljóst eftir leik Íslands og Katar og svo leik Þjóðverja og Frakka hver staðan var fyrir leik Makedóna og Dana.

Það nýttu Makedónar sér til þess að mæta Þjóðverjum. Hvort það muni skila þeim lengra í keppninni á eftir að koma í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×