Handbolti

Strákarnir verða komnir til Barcelona í kvöld

Strákarnir okkar eru loksins komnir í lest áleiðis til Barcelona þar sem þeir munu mæta Frökkum í 16-liða úrslitum HM á morgun.

Strákarnir voru strandaglópar á lestarstöðinni í Sevilla í morgun en mikið óveður gekk þar yfir í nótt. Tré féllu á lestarteinanna sem varð þess valdandi að lestarsamgöngur féllu niður.

Eftir fjögurra tíma bið á lestarstöðinni í Sevilla fór liðið í tveggja tíma rútuferð til Cordoba. Þar komst liðið í lest til Barcelona en ferðin tekur fjóra tíma.

Strákarnir verða því komnir til Barcelona um sexleytið í kvöld að íslenskum tíma.




Tengdar fréttir

Strákarnir strandaglópar í Sevilla | Frakkaleiknum kannski frestað

Íslenska landsliðið í handknattleik er fast í Sevilla og kemst hvorki lönd né strönd. Liðið er að reyna að komast til Barcelona. Liðið er þegar búið að bíða í rúma 3 tíma á lestarstöðinni í Sevilla og enn er alls óvíst hvenær liðið kemst af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×