Áskorun til velferðarráðherra Guðrún Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2013 06:00 Ágæti velferðarráðherra. Á Stígamótum erum við mjög meðvitaðar um að kjörtímabilinu er að ljúka og enginn veit hver tekur við lyklavöldum í velferðarráðuneytinu í sumar. Okkur langar því að brýna þig og minna þig á tillögurnar okkar um metnaðarfulla móttöku fyrir brotaþola í kynferðisbrotamálum, sem við kynntum þér í maí sl. Þegar Neyðarmóttaka vegna nauðgana var opnuð á Íslandi árið 1993 var það fyrirmyndarúrræði sem byggðist á forsendum þeirra sem á því þurftu að halda. Hugmyndafræðin var hliðstæð við þá sem Barnahúsið er starfrækt eftir í dag. Úrræðið var staðsett á Bráðamóttökunni í Fossvoginum m.a. vegna þess að þar var sólarhringsþjónusta og vegna þess að nauðganir eru m.a. heilbrigðismál, þó þær séu líka svo margt annað. Hverri konu sem var nauðgað bauðst að hitta sérþjálfað teymi sem samanstóð af hjúkrunarfræðingi, lækni, félagsráðgjafa, lögreglu og lögmanni. Guðrún Agnarsdóttir var yfirlæknir á NM. Síðan þá hefur þjónustan dalað verulega. Það er enginn yfirlæknir lengur, félagsráðgjöfunum var kippt út úr teyminu, en konum býðst að hitta sálfræðing síðar. Sérþjálfuðu og reyndu hjúkrunarfræðingarnir sem voru í nauðgunarteyminu eru nú bráðadeildarhjúkrunarfræðingarnir sem hlaupa í nauðgunarmálin á milli annarra bráðaverka. Eyrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstýra á Neyðarmóttöku, hefur verið vakin og sofin yfir þjónustunni, en það er bara ekki nóg.Fyrir framan alla Neyðarmóttaka vegna nauðgana er ekki í símaskránni undir ja.is. Konum þarf sjálfum að detta í hug að hringja á Landspítalann til þess að leita hana uppi. Ef konur hafa kjark til þess að fara á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi er hvergi sjáanlega merkt að sá staður sé fyrir konur sem leita hjálpar vegna nauðgunar. Konur þurfa að ganga að glerbúrinu fyrir framan alla þá sem bíða eftir lækni og tilkynna að þær þurfi hjálp vegna nauðgunar. Þetta aðgengi er óviðunandi. Það þarf ekki að tíunda það fyrir ráðherra hvílíkt fyrirmyndarúrræði Barnahús þykir vera og að í nágrannalöndunum hafa verið opnuð mörg Barnahús að íslenskri fyrirmynd. Aðalstyrkur Barnahúss er að það er starfsrækt á forsendum barnanna sem þangað sækja. Börn eiga ekki að þurfa að ganga á milli lögreglu, sálfræðinga, lækna og lögfræðinga, heldur á fagfólkið að heimsækja börnin í barnvænlegu umhverfi og sinna þörfum þeirra. Megináhersla er á meðferð fyrir börnin, þannig að þau komist yfir áföllin, jafnvel þó ekki falli dómar í málum þeirra.Sérhæfð móttaka Nauðganir eru gífurlegt áfall og afleiðingarnar mjög alvarlegar. Það þarf stórbætta þjónustu fyrir brotaþola í nauðgunarmálum. Koma þarf á laggirnar sérhæfðri móttöku, helst í vernduðu umhverfi þar sem konur þurfa ekki að keppa við slys og hjartaáföll um athygli. Móttakan gæti þess vegna verið staðsett í nágrenni bráðamóttökunnar, en tekið skal fram að alvarlegir líkamlegir áverkar eru sjaldgæfir í nauðgunarmálum og spítalaþjónusta því ekki forgangsmál. Ekki mætti á nokkurn hátt slá af faglegum kröfum til þeirra sem sinna ofbeldismálunum. Þar þyrfti að vera læknisskoðunarherbergi og þangað yrði kallað út það sérhæfða teymi sem hitta ætti konurnar eftir því hverjar aðstæður eru. Leggja þarf höfuðáherslu á góða áfallahjálp, það er sú þjónusta sem er mikilvægust, en einnig þarf að tryggja gott aðgengi að lögreglu og réttargæslumanni. Annars staðar í heiminum eru til hliðstæð úrræði eins og t.d. „family justice centres“ í Bandaríkjunum og á Spáni er verið að koma á „one stop“ úrræði fyrir brotaþola í ofbeldismálum. Hugmyndina mætti útfæra á ýmsa vegu. Barnahúsið mætti stækka þannig að það rúmaði líka fullorðin fórnarlömb kynferðisofbeldis. Þá þyrfti reyndar að koma þar á sólarhringsþjónustu. Móttakan gæti líka verið þjónusta við það fólk sem leitar hjálpar vegna ofbeldis í parsamböndum. Samnýta mætti starfskrafta í símaþjónustu utan dagvinnutíma, til þess að spara fjármagn. Nefna má að í Kristínarhúsi er séríbúð, sem hægt væri að gera að Neyðarmóttöku. Aðstaðan í íbúðinni er betri og meiri en NM hefur í dag. Einingin yrði að vera sjálfstæð og undir stjórn Neyðarmóttökunnar. Það mætti líka hugsa sér að gera Kvennaathvarfið að samstarfsaðila. Hver sem útfærslan yrði er aðalatriðið að stórbæta þjónustuna og aðlaga hana þörfum þeirra sem hana þurfa að nota. Með því að bera saman Neyðarmóttöku vegna nauðgana og Barnahús er augljóst hvort úrræðið gegnir hlutverki sínu betur. Á Stígamótum yrðum við rosalega stoltar af Íslandi ef við gætum barið okkur á brjóst og sagt við umheiminn: „Við erum góð í öllum ofbeldismálum, ekki bara þeim sem snúa að börnum.“ Ég hef reifað þessi mál við ýmsa, meðal annars við þig sem velferðarráðherra og við innanríkisráðherra, forsætisráðherra og við Eyrúnu Jónsdóttur, verkefnisstýru NM. Hugmyndin þykir umhugsunarverð en það þarf rétta forgangsröðun og pólitískan vilja til þess að þoka málinu áfram. Ágæti velferðarráðherra, af verkum þínum verðurðu dæmdur. Ég skora á þig að koma á laggirnar sómasamlegri móttöku fyrir brotaþola í nauðgunarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Rannsóknir í ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stórþingskosningar í Noregi Fastir pennar Stóristyrkur Sigurður Árni Þórðarson Bakþankar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ágæti velferðarráðherra. Á Stígamótum erum við mjög meðvitaðar um að kjörtímabilinu er að ljúka og enginn veit hver tekur við lyklavöldum í velferðarráðuneytinu í sumar. Okkur langar því að brýna þig og minna þig á tillögurnar okkar um metnaðarfulla móttöku fyrir brotaþola í kynferðisbrotamálum, sem við kynntum þér í maí sl. Þegar Neyðarmóttaka vegna nauðgana var opnuð á Íslandi árið 1993 var það fyrirmyndarúrræði sem byggðist á forsendum þeirra sem á því þurftu að halda. Hugmyndafræðin var hliðstæð við þá sem Barnahúsið er starfrækt eftir í dag. Úrræðið var staðsett á Bráðamóttökunni í Fossvoginum m.a. vegna þess að þar var sólarhringsþjónusta og vegna þess að nauðganir eru m.a. heilbrigðismál, þó þær séu líka svo margt annað. Hverri konu sem var nauðgað bauðst að hitta sérþjálfað teymi sem samanstóð af hjúkrunarfræðingi, lækni, félagsráðgjafa, lögreglu og lögmanni. Guðrún Agnarsdóttir var yfirlæknir á NM. Síðan þá hefur þjónustan dalað verulega. Það er enginn yfirlæknir lengur, félagsráðgjöfunum var kippt út úr teyminu, en konum býðst að hitta sálfræðing síðar. Sérþjálfuðu og reyndu hjúkrunarfræðingarnir sem voru í nauðgunarteyminu eru nú bráðadeildarhjúkrunarfræðingarnir sem hlaupa í nauðgunarmálin á milli annarra bráðaverka. Eyrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstýra á Neyðarmóttöku, hefur verið vakin og sofin yfir þjónustunni, en það er bara ekki nóg.Fyrir framan alla Neyðarmóttaka vegna nauðgana er ekki í símaskránni undir ja.is. Konum þarf sjálfum að detta í hug að hringja á Landspítalann til þess að leita hana uppi. Ef konur hafa kjark til þess að fara á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi er hvergi sjáanlega merkt að sá staður sé fyrir konur sem leita hjálpar vegna nauðgunar. Konur þurfa að ganga að glerbúrinu fyrir framan alla þá sem bíða eftir lækni og tilkynna að þær þurfi hjálp vegna nauðgunar. Þetta aðgengi er óviðunandi. Það þarf ekki að tíunda það fyrir ráðherra hvílíkt fyrirmyndarúrræði Barnahús þykir vera og að í nágrannalöndunum hafa verið opnuð mörg Barnahús að íslenskri fyrirmynd. Aðalstyrkur Barnahúss er að það er starfsrækt á forsendum barnanna sem þangað sækja. Börn eiga ekki að þurfa að ganga á milli lögreglu, sálfræðinga, lækna og lögfræðinga, heldur á fagfólkið að heimsækja börnin í barnvænlegu umhverfi og sinna þörfum þeirra. Megináhersla er á meðferð fyrir börnin, þannig að þau komist yfir áföllin, jafnvel þó ekki falli dómar í málum þeirra.Sérhæfð móttaka Nauðganir eru gífurlegt áfall og afleiðingarnar mjög alvarlegar. Það þarf stórbætta þjónustu fyrir brotaþola í nauðgunarmálum. Koma þarf á laggirnar sérhæfðri móttöku, helst í vernduðu umhverfi þar sem konur þurfa ekki að keppa við slys og hjartaáföll um athygli. Móttakan gæti þess vegna verið staðsett í nágrenni bráðamóttökunnar, en tekið skal fram að alvarlegir líkamlegir áverkar eru sjaldgæfir í nauðgunarmálum og spítalaþjónusta því ekki forgangsmál. Ekki mætti á nokkurn hátt slá af faglegum kröfum til þeirra sem sinna ofbeldismálunum. Þar þyrfti að vera læknisskoðunarherbergi og þangað yrði kallað út það sérhæfða teymi sem hitta ætti konurnar eftir því hverjar aðstæður eru. Leggja þarf höfuðáherslu á góða áfallahjálp, það er sú þjónusta sem er mikilvægust, en einnig þarf að tryggja gott aðgengi að lögreglu og réttargæslumanni. Annars staðar í heiminum eru til hliðstæð úrræði eins og t.d. „family justice centres“ í Bandaríkjunum og á Spáni er verið að koma á „one stop“ úrræði fyrir brotaþola í ofbeldismálum. Hugmyndina mætti útfæra á ýmsa vegu. Barnahúsið mætti stækka þannig að það rúmaði líka fullorðin fórnarlömb kynferðisofbeldis. Þá þyrfti reyndar að koma þar á sólarhringsþjónustu. Móttakan gæti líka verið þjónusta við það fólk sem leitar hjálpar vegna ofbeldis í parsamböndum. Samnýta mætti starfskrafta í símaþjónustu utan dagvinnutíma, til þess að spara fjármagn. Nefna má að í Kristínarhúsi er séríbúð, sem hægt væri að gera að Neyðarmóttöku. Aðstaðan í íbúðinni er betri og meiri en NM hefur í dag. Einingin yrði að vera sjálfstæð og undir stjórn Neyðarmóttökunnar. Það mætti líka hugsa sér að gera Kvennaathvarfið að samstarfsaðila. Hver sem útfærslan yrði er aðalatriðið að stórbæta þjónustuna og aðlaga hana þörfum þeirra sem hana þurfa að nota. Með því að bera saman Neyðarmóttöku vegna nauðgana og Barnahús er augljóst hvort úrræðið gegnir hlutverki sínu betur. Á Stígamótum yrðum við rosalega stoltar af Íslandi ef við gætum barið okkur á brjóst og sagt við umheiminn: „Við erum góð í öllum ofbeldismálum, ekki bara þeim sem snúa að börnum.“ Ég hef reifað þessi mál við ýmsa, meðal annars við þig sem velferðarráðherra og við innanríkisráðherra, forsætisráðherra og við Eyrúnu Jónsdóttur, verkefnisstýru NM. Hugmyndin þykir umhugsunarverð en það þarf rétta forgangsröðun og pólitískan vilja til þess að þoka málinu áfram. Ágæti velferðarráðherra, af verkum þínum verðurðu dæmdur. Ég skora á þig að koma á laggirnar sómasamlegri móttöku fyrir brotaþola í nauðgunarmálum.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar