Handbolti

Slóvenar skoruðu sex síðustu mörkin gegn Serbum

Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.
Slóvenar tryggðu sér sigur í C-riðli HM er þeir lögðu Serba, 30-33. Ótrúlegur endasprettur tryggði Slóvenum sigur.

Slóvenar voru sterkari framan af og leiddu með þrem mörkum í hálfleik, 16-19. Serbar komu þó til baka í síðari hálfleik og komust yfir. Þegar 15 mínútur voru eftir var munurinn tvö mörk, 24-22.

Serbar náðu mest þriggja marka forskoti en þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir náðu Slóvenar að jafna, 30-30. Þeir komust svo yfir, 30-31, er þeir skoruðu sitt fjórða mark í röð. Ótrúlegur viðsnúningur.

Slóvenar slökuðu ekkert á klónni og tryggðu sér sætan sigur með þessum ótrúlega endaspretti þar sem þeir skoruðu sex mörk í röð.

Luka Zvizej skoraði sjö mörk fyrir Slóvena og þeir Dragan Gajic og Borut Mackovsek sex. Marko Vujin var atkvæðamestur Serba með sjö mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×