Duncan valinn í Stjörnuleikinn í fjórtánda sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2013 09:45 Tim Duncan. Mynd/Nordic Photos/Getty NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í gær hvaða sjö leikmenn bættust í hvort Stjörnulið fyrir Stjörnuleik deildarinnar sem fram fer í Houston í næsta mánuði. Fimm leikmenn Austurstrandarinnar voru valdir í Stjörnuleik í fyrsta sinn en James Harden er eini nýliðinn í liði Vesturstrandarinnar. Tim Duncan hjá San Antonio Spurs var valinn í sinn fjórtánda Stjörnuleik en liðsfélagi hans Tony Parker er einnig meðal varamanna Vesturdeildarinnar. San Antonio er eitt af fjórum liðum sem á tvo leikmenn í liði Vestursins en hin eru Los Angeles Clippers, Los Angeles Lakers og Oklahoma City Thunder. Duncan var ekki valinn í fyrra en hefur átt magnað tímabil 36 ára gamall þar sem hann er með 17,5 stig, 9,8 fráköst og 2,7 varin skot að meðaltali í leik. Heimamaðurinn James Harden var valinn í fyrsta sinn í Stjörnuleik og mun þar spila á ný með Kevin Durant og Russell Westbrook, fyrrum félögum sínum hjá Oklahoma City Thunder. Nýliðar í liði Austurstrandarinnar eru Joakim Noah, Tyson Chandler, Paul George, Kyrie Irving og Jrue Holiday. Chris Bosh var valinn í sinn áttunda Stjörnuleik og sér til þess að Miami Heat á þrjá fulltrúa í leiknum því Dwyane Wade og LeBron James eru báðir í byrjunarliðinu. Stephen Curry hefur verið frábær hjá Golden State Warroirs og er með 20,9 stig og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik en það dugaði honum ekki til þess að vera valinn. Hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar sem ekki kemst í Stjörnuleikinn í ár. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem taka þátt í Stjörnuleiknum 2013 sem fer fram í Toyota Center í Houston 17. febrúar næstkomandi.Lið Austurstrandarinnar:Byrjunarlið: Bakvörður - Rajon Rondo, Boston Celtics (4. sinn) Bakvörður - Dwyane Wade, Miami Heat (9.) Framherji - LeBron James, Miami Heat (9.) Framherji - Carmelo Anthony, New York Knicks (6.) Framherji - Kevin Garnett, Boston Celtics (15.)Varamenn: Framherji - Chris Bosh, Miami Heat (8.) Miðherji - Tyson Chandler, New York Knicks (Nýliði) Framherji - Luol Deng, Chicago Bulls (2.) Framherji - Paul George, Indiana Pacers (Nýliði) Bakvörður - Jrue Holiday, Philadelphia 76ers (Nýliði) Bakvörður - Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers (Nýliði) Miðherji - Joakim Noah, Chicago Bulls (Nýliði)Lið Vesturstrandarinnar:Byrjunarlið: Bakvörður - Chris Paul, Los Angeles Clippers (6. sinn) Bakvörður - Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (15.) Framherji - Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (4.) Framherji - Blake Griffin, Los Angeles Clippers (3.) Miðherji - Dwight Howard, Los Angeles Lakers (7.)Varamenn: Framherji - LaMarcus Aldridge, Portland Trail Blazers (2.) Framherji - Tim Duncan, San Antonio Spurs (14.) Bakvörður - James Harden, Houston Rockets (Nýliði) Framherji - David Lee, Golden State Warriors (2.) Bakvörður - Tony Parker, San Antonio Spurs (5.) Framherji - Zach Randolph, Memphis Grizzlies (2.) Bakvörður - Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (3.) NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í gær hvaða sjö leikmenn bættust í hvort Stjörnulið fyrir Stjörnuleik deildarinnar sem fram fer í Houston í næsta mánuði. Fimm leikmenn Austurstrandarinnar voru valdir í Stjörnuleik í fyrsta sinn en James Harden er eini nýliðinn í liði Vesturstrandarinnar. Tim Duncan hjá San Antonio Spurs var valinn í sinn fjórtánda Stjörnuleik en liðsfélagi hans Tony Parker er einnig meðal varamanna Vesturdeildarinnar. San Antonio er eitt af fjórum liðum sem á tvo leikmenn í liði Vestursins en hin eru Los Angeles Clippers, Los Angeles Lakers og Oklahoma City Thunder. Duncan var ekki valinn í fyrra en hefur átt magnað tímabil 36 ára gamall þar sem hann er með 17,5 stig, 9,8 fráköst og 2,7 varin skot að meðaltali í leik. Heimamaðurinn James Harden var valinn í fyrsta sinn í Stjörnuleik og mun þar spila á ný með Kevin Durant og Russell Westbrook, fyrrum félögum sínum hjá Oklahoma City Thunder. Nýliðar í liði Austurstrandarinnar eru Joakim Noah, Tyson Chandler, Paul George, Kyrie Irving og Jrue Holiday. Chris Bosh var valinn í sinn áttunda Stjörnuleik og sér til þess að Miami Heat á þrjá fulltrúa í leiknum því Dwyane Wade og LeBron James eru báðir í byrjunarliðinu. Stephen Curry hefur verið frábær hjá Golden State Warroirs og er með 20,9 stig og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik en það dugaði honum ekki til þess að vera valinn. Hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar sem ekki kemst í Stjörnuleikinn í ár. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem taka þátt í Stjörnuleiknum 2013 sem fer fram í Toyota Center í Houston 17. febrúar næstkomandi.Lið Austurstrandarinnar:Byrjunarlið: Bakvörður - Rajon Rondo, Boston Celtics (4. sinn) Bakvörður - Dwyane Wade, Miami Heat (9.) Framherji - LeBron James, Miami Heat (9.) Framherji - Carmelo Anthony, New York Knicks (6.) Framherji - Kevin Garnett, Boston Celtics (15.)Varamenn: Framherji - Chris Bosh, Miami Heat (8.) Miðherji - Tyson Chandler, New York Knicks (Nýliði) Framherji - Luol Deng, Chicago Bulls (2.) Framherji - Paul George, Indiana Pacers (Nýliði) Bakvörður - Jrue Holiday, Philadelphia 76ers (Nýliði) Bakvörður - Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers (Nýliði) Miðherji - Joakim Noah, Chicago Bulls (Nýliði)Lið Vesturstrandarinnar:Byrjunarlið: Bakvörður - Chris Paul, Los Angeles Clippers (6. sinn) Bakvörður - Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (15.) Framherji - Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (4.) Framherji - Blake Griffin, Los Angeles Clippers (3.) Miðherji - Dwight Howard, Los Angeles Lakers (7.)Varamenn: Framherji - LaMarcus Aldridge, Portland Trail Blazers (2.) Framherji - Tim Duncan, San Antonio Spurs (14.) Bakvörður - James Harden, Houston Rockets (Nýliði) Framherji - David Lee, Golden State Warriors (2.) Bakvörður - Tony Parker, San Antonio Spurs (5.) Framherji - Zach Randolph, Memphis Grizzlies (2.) Bakvörður - Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (3.)
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira