Viðskipti innlent

Skattleysismörk hækka í 141 þúsund

Brjánn Jónasson skrifar
Meðalútsvar sveitarfélaganna í landinu verður 14,44 prósent á næsta ári.
Meðalútsvar sveitarfélaganna í landinu verður 14,44 prósent á næsta ári. Fréttablaðið/Stefán
Persónuafsláttur hækkar um 4,2 prósent um áramótin, í takt við verðbólgu síðustu 12 mánaða. Eftir breytinguna verður afslátturinn 50.498 krónur á mánuði.

Skattleysismörkin hækka um sama hlutfall, og verða 141.025 krónur á mánuði samkvæmt samantekt á vef fjármálaráðuneytisins. Tekjuskatthlutfallið lækkar um 0,02 prósentustig í neðsta og efsta stigi, en um 0,48 prósentustig í miðstiginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×