Viðskipti innlent

Atvinnuleysi er langmest á Spáni

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Parísarbúar fóru út á götur borgarinnar um helgina til að mótmæla atvinnuleysi í landinu. Í október stóð það í 10,9 prósentum.
Parísarbúar fóru út á götur borgarinnar um helgina til að mótmæla atvinnuleysi í landinu. Í október stóð það í 10,9 prósentum. Nordicphotos/AFP
Ísland er með sjöunda minnsta atvinnuleysið samkvæmt nýbirtum tölum Efnahags- og framfarastofnunarinannar, OECD.

Hér stóð atvinnuleysi í stað milli september og október, líkt og þegar horft er til meðaltals OECD í heild. Hér mældist atvinnuleysi 5,6 prósent, en að jafnaði 7,9 prósent í OECD.

Mest er atvinnuleysi á Spáni, 26,7 prósent. Þar á eftir koma Portúgal með 15,7 prósenta atvinnuleysi og Slóvakía með 13,9 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×