Lífið

Vill gera framhald af 2 Guns

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Randall Emmett, framleiðandi kvikmyndarinnar 2 Guns, vinnur nú að framhaldi af myndinni en það var Baltasar Kormákur sem sá um leikstjórn.

Randall vill að leikararnir Denzel Washington og Mark Wahlberg leiki í framhaldsmyndinni en líklegt er að hún muni bera titilinn 3 Guns.

„Auðvitað veltur þetta á Denzel, Mark og leikstjóranum Baltasar sem er að gera Everest núna. Ég ætla að berjast fyrir framhaldinu,“ segir Randall í samtali við Collider.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.