Lífið

Alls enginn rannsóknarréttur

Bjarki Ármannsson skrifar
Fjölnir átti ekki von á umfjöllun strax.
Fjölnir átti ekki von á umfjöllun strax.
Fjölnir Geir Bragason, einnig þekktur sem Fjölnir Tattoo, verður viðmælandi Jóns Ársæls Þórðarsonar í Sjálfstæðu fólki á sunnudagskvöld. Fjölnir er einn þekktasti húðflúrari landsins en hann starfar á Íslensku húðflúrstofunni.

„Jón Ársæll er mjög indæll maður,“ segir Fjölnir um upplifunina. „Þetta er alls enginn rannsóknarréttur.“

Farið verður yfir víðan völl í þættinum og verður meðal annars fjallað um húðflúrshátíð sem Fjölnir stendur fyrir í Færeyjum og eiturlyfjafíknina sem hann stríddi eitt sinn við. Þá verður sagt frá atviki sem Fjölnir lenti í þegar hann var átján ára og fann gaddfreðið lík í Öskjuhlíðinni. Í kjölfarið var hann hnepptur í fangelsi þar sem hann var með hundinn sinn með sér það kvöld en hundahald var þá stranglega bannað í Reykjavík.

„Maður hefði kannski frekar búist við svona umfjöllun eftir svona tíu ár þegar maður er búinn að gera meira,“ segir Fjölnir léttur í bragði. „En kannski er þetta bara merki um að maður sé búinn að gera nóg.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.