The Banker verðlaunar Arion banka Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. desember 2013 11:54 Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, tekur við viðurkenningu frá fulltrúum The Banker. Mynd/Arion banki Arion banki varð fyrir valinu hjá tímaritinu The Banker, sem gefið er út af The Financial Times, sem banki ársins á Íslandi árið 2013. „Er þetta í fyrsta skipti frá árinu 2007 sem tímaritið veitir íslenskum banka þessa viðurkenningu og er það til marks um þann árangur sem náðst hefur á undanförnum árum við uppbyggingu nýs fjármálakerfis hér á landi,“ segir í tilkynningu Arion banka. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, veitti fyrir helgi viðurkenningunni móttöku fyrir hönd bankans. Starfsfólki bankans var svo greint frá viðurkenningunni á föstudag. „Í rökstuðningi fyrir vali sínu á Arion banka litu fulltrúar tímaritsins ekki síst til árangurs bankans við að auka fjölbreytni fjármögnunar,“ segir í tilkynningunni, en bankinn hefur sótt sér nýja fjármögnun bæði hér á landi sem og erlendis og minnkað þar með vægi innlána í fjármögnun. „Fyrr á árinu gaf Arion banki út skuldabréf í norskum krónum og varð þar með fyrsti íslenski bankinn frá árinu 2007 til að gefa út skuldabréf í erlendri mynt.“ Að auki var bankinn fyrstur íslenskra fjármálafyrirtækja til að gefa út óverðtryggð sértryggð skuldabréf á innlendum markaði. Tímaritið er einnig sagt hafa horft til árangurs sem náðst hafi við að lækka hlutfall lána í alvarlegum vanskilum í lánasafni bankans. „Íslenskir bankar hafa glímt við hátt hlutfall vanskila en hafa náð miklum árangri á undanförnum árum ekki síst í kjölfar þeirrar umfangsmiklu vinnu sem farið hefur fram við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og heimila.“ Þá kemur fram í tilkynningu bankans að horft hafi verið til öflugrar vöruþróunar bankans auk frumkvæðis og nýjunga sem Arion banki hafi kynnt á íslenskum íbúðalánamarkaði á undanförnum árum. Þar á meðal séu óverðtryggð íbúðalán með fasta vexti til fimm ára. „Einnig var horft til þeirra fjölbreyttu þjónustuleiða sem Arion banki býður viðskiptavinum sínum upp á og þá ekki síst Arion banka appsins fyrir snjallsíma sem hefur verið afar vel tekið af viðskiptavinum bankans.“ Haft er eftir Höskuldi að virkilega ánægjulegt hafi verið fá viðurkenningu þessa virta fagtímarits. „Okkar markmið á undanförnum árum hefur verið að byggja upp góðan banka. Það uppbyggingarstarf hefur bæði falið í sér að taka á erfiðum úrvinnslumálum frá fyrri tíð en einnig að horfa fram á veginn og leita nýrra leiða til að veita okkar viðskiptavinum góða þjónustu og mæta síbreytilegum þörfum þeirra. Starfsfólk bankans á hrós skilið fyrir þeirra góða starf, þetta er viðurkenning á þeirra störfum,“ segir hann. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Arion banki varð fyrir valinu hjá tímaritinu The Banker, sem gefið er út af The Financial Times, sem banki ársins á Íslandi árið 2013. „Er þetta í fyrsta skipti frá árinu 2007 sem tímaritið veitir íslenskum banka þessa viðurkenningu og er það til marks um þann árangur sem náðst hefur á undanförnum árum við uppbyggingu nýs fjármálakerfis hér á landi,“ segir í tilkynningu Arion banka. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, veitti fyrir helgi viðurkenningunni móttöku fyrir hönd bankans. Starfsfólki bankans var svo greint frá viðurkenningunni á föstudag. „Í rökstuðningi fyrir vali sínu á Arion banka litu fulltrúar tímaritsins ekki síst til árangurs bankans við að auka fjölbreytni fjármögnunar,“ segir í tilkynningunni, en bankinn hefur sótt sér nýja fjármögnun bæði hér á landi sem og erlendis og minnkað þar með vægi innlána í fjármögnun. „Fyrr á árinu gaf Arion banki út skuldabréf í norskum krónum og varð þar með fyrsti íslenski bankinn frá árinu 2007 til að gefa út skuldabréf í erlendri mynt.“ Að auki var bankinn fyrstur íslenskra fjármálafyrirtækja til að gefa út óverðtryggð sértryggð skuldabréf á innlendum markaði. Tímaritið er einnig sagt hafa horft til árangurs sem náðst hafi við að lækka hlutfall lána í alvarlegum vanskilum í lánasafni bankans. „Íslenskir bankar hafa glímt við hátt hlutfall vanskila en hafa náð miklum árangri á undanförnum árum ekki síst í kjölfar þeirrar umfangsmiklu vinnu sem farið hefur fram við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og heimila.“ Þá kemur fram í tilkynningu bankans að horft hafi verið til öflugrar vöruþróunar bankans auk frumkvæðis og nýjunga sem Arion banki hafi kynnt á íslenskum íbúðalánamarkaði á undanförnum árum. Þar á meðal séu óverðtryggð íbúðalán með fasta vexti til fimm ára. „Einnig var horft til þeirra fjölbreyttu þjónustuleiða sem Arion banki býður viðskiptavinum sínum upp á og þá ekki síst Arion banka appsins fyrir snjallsíma sem hefur verið afar vel tekið af viðskiptavinum bankans.“ Haft er eftir Höskuldi að virkilega ánægjulegt hafi verið fá viðurkenningu þessa virta fagtímarits. „Okkar markmið á undanförnum árum hefur verið að byggja upp góðan banka. Það uppbyggingarstarf hefur bæði falið í sér að taka á erfiðum úrvinnslumálum frá fyrri tíð en einnig að horfa fram á veginn og leita nýrra leiða til að veita okkar viðskiptavinum góða þjónustu og mæta síbreytilegum þörfum þeirra. Starfsfólk bankans á hrós skilið fyrir þeirra góða starf, þetta er viðurkenning á þeirra störfum,“ segir hann.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira