Hvernig Ríkisútvarp? Guðrún Nordal skrifar 3. desember 2013 06:00 Í fjárlagafrumvarpi ársins 2014 er boðaður niðurskurður á mörkuðum tekjustofni Ríkisútvarpsins og að hluti hans verði notaður til annarra verkefna ríkissjóðs. Afleiðingarnar hafa komið í ljós í uppsögnum fjölda starfsmanna og eðlilega hafa vaknað spurningar um forgangsröðun í þeim aðgerðum og um hlutverk Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið markaði sér sjálft stefnu fyrir aðeins ári síðan sem var ekki mikið rædd í samfélaginu. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu Ríkisútvarpsins. Ný stjórn Ríkisútvarpsins lagði áherslu á að hún yrði lögð til grundvallar í þeim fjárhagslegu þrengingum sem blasa við stofnuninni. En stefnan reyndist ekki nægilega gagnlegt tæki þar sem að hlutverk Ríkisútvarpsins er að lögum mjög fjölbreytt og ólík sjónarmið takast á innan stofnunarinnar. Hvaða starfsemi ber okkur að standa vörð um og styrkja, og hvaða starfsemi má missa sín eða er betur, eða jafn vel, sinnt af öðrum fjölmiðlum? Er það dagskrárgerð á Rás 1, Rás 2 og sjónvarpi, fréttastofan, íþróttadeild, nýmiðladeild, safnadeild eða starfsemi á landsbyggðinni?Þversögn Í sjálfu rekstrarformi Ríkisútvarpsins, opinbera hlutafélaginu, er falin þversögn sem hefur á vissan hátt lamað umræðu um stofnunina á síðustu árum. Hlutafélagsformið leggur stjórninni trúnaðarskyldu á herðar sem á ekki við stjórnarmenn í venjulegum ríkisstofnunum. Stjórnarmenn bera ábyrgð á rekstri Ríkisútvarpsins og þurfa að votta að þeir hafi engin hagsmunaleg tengsl við önnur fjölmiðlafyrirtæki. Ríkisútvarpið er hins vegar ekkert venjulegt fyrirtæki eða félag eins og það er jafnvel stundum kallað; heldur er það hvorttveggja í senn menningarstofnun og ríkisfjölmiðill sem fjármagnaður er af opinberu fé. Stjórnarmenn eru kosnir af Alþingi og starfa því í umboði þjóðarinnar – og eiga ekki að láta flokkspólitík stjórna för. Þeir eiga heldur ekki að hlutast til um starfsmannahald á stofnuninni. Jafnvel þó að hlutafélagsformið hafi sumpart lokað umræðu um rekstur stofnunarinnar, lít ég svo á að stjórnarmenn hafi ríkar skyldur til að tryggja opna og gagnrýna umræðu um hlutverk og dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið hefur gegnt mikilvægu hlutverki allt frá stofnun þess árið 1930. Fréttastofa útvarps og sjónvarps hefur verið vettvangur gagnrýninnar umræðu, og útvarpið allt í senn tónleikasalur, leikhús og háskóli sem sameinaði alla landsmenn í kringum viðtækið fyrstu áratugina. Rás 1 gegnir enn því hlutverki. Sjónvarpið hefur í nær hálfa öld fangað persónur og leikendur í íslensku samfélagi. Safn Ríkisútvarpsins geymir þannig ómetanlegar heimildir um líf þjóðarinnar síðustu áttatíu árin. Miklar breytingar hafa hins vegar orðið í fjölmiðlun á allra síðustu árum. Við horfum eða hlustum ekki á aðeins á íslenska fjölmiðla, heldur höfum við aðgang að mörgum erlendum útvarps- og sjónvarpsrásum. Við sækjum efni á vefinn þegar okkur hentar og hlustum ekki endilega á útvarp eða horfum á sjónvarp í rauntíma. Vönduð innlend dagskrárgerð hlýtur því að vera kjarnastarfsemi og um hana þarf að standa vörð.Endurskoði stöðu sína Það er því ekki aðeins fjárhagslegi rammi stofnunarinnar sem hvetur okkur til umræðu, heldur þarf Ríkisútvarpið að endurskoða stöðu sína í alþjóðlegum fjölmiðlaheimi. Nú er tækifæri til að ræða hlutverk Ríkisútvarpsins og mynda sátt um þau verkefni sem það ber ábyrgð á, áður en óbætanlegur skaði hlýst af niðurskurði síðustu ára. Alþingi þarf að ræða fjármögnun þess og þá staðreynd að hinn markaði tekjustofn þess, útvarpsgjaldið, fer ekki að fullu til Ríkisútvarpsins – og sem hefur skapað þá erfiðleika sem nú blasa við. Viljum við að Ríkisútvarpinu sé ætlað æ stærra rými á auglýsingamarkaði? Hvernig getum við best nýtt það fé sem er til reiðu og hvernig getum við skapað stofnuninni ný sóknarfæri? Hvernig liti Ríkisútvarpið út ef það væri stofnað í dag? Stjórn Ríkisútvarpsins ákvað á fundi sínum í síðustu viku að nauðsynlegt væri að skerpa dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins og gera stefnu stofnunarinnar miklu sýnilegri og skiljanlegri almenningi. Ég hef tekið að mér að leiða þá vinnu og vona að okkur auðnist á næstu mánuðum að efna til opinnar og gagnrýninnar umræðu um Ríkisútvarpið og fjölmiðlun á Íslandi. Í febrúar verður haldið Útvarpsþing sem vonandi verður kröftugt. Við megum ekki láta spurningar sem vaknað hafa síðustu dagana um Ríkisútvarpið hanga í loftinu, heldur verðum við að efna til umræðu strax og finna svör sem duga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi ársins 2014 er boðaður niðurskurður á mörkuðum tekjustofni Ríkisútvarpsins og að hluti hans verði notaður til annarra verkefna ríkissjóðs. Afleiðingarnar hafa komið í ljós í uppsögnum fjölda starfsmanna og eðlilega hafa vaknað spurningar um forgangsröðun í þeim aðgerðum og um hlutverk Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið markaði sér sjálft stefnu fyrir aðeins ári síðan sem var ekki mikið rædd í samfélaginu. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu Ríkisútvarpsins. Ný stjórn Ríkisútvarpsins lagði áherslu á að hún yrði lögð til grundvallar í þeim fjárhagslegu þrengingum sem blasa við stofnuninni. En stefnan reyndist ekki nægilega gagnlegt tæki þar sem að hlutverk Ríkisútvarpsins er að lögum mjög fjölbreytt og ólík sjónarmið takast á innan stofnunarinnar. Hvaða starfsemi ber okkur að standa vörð um og styrkja, og hvaða starfsemi má missa sín eða er betur, eða jafn vel, sinnt af öðrum fjölmiðlum? Er það dagskrárgerð á Rás 1, Rás 2 og sjónvarpi, fréttastofan, íþróttadeild, nýmiðladeild, safnadeild eða starfsemi á landsbyggðinni?Þversögn Í sjálfu rekstrarformi Ríkisútvarpsins, opinbera hlutafélaginu, er falin þversögn sem hefur á vissan hátt lamað umræðu um stofnunina á síðustu árum. Hlutafélagsformið leggur stjórninni trúnaðarskyldu á herðar sem á ekki við stjórnarmenn í venjulegum ríkisstofnunum. Stjórnarmenn bera ábyrgð á rekstri Ríkisútvarpsins og þurfa að votta að þeir hafi engin hagsmunaleg tengsl við önnur fjölmiðlafyrirtæki. Ríkisútvarpið er hins vegar ekkert venjulegt fyrirtæki eða félag eins og það er jafnvel stundum kallað; heldur er það hvorttveggja í senn menningarstofnun og ríkisfjölmiðill sem fjármagnaður er af opinberu fé. Stjórnarmenn eru kosnir af Alþingi og starfa því í umboði þjóðarinnar – og eiga ekki að láta flokkspólitík stjórna för. Þeir eiga heldur ekki að hlutast til um starfsmannahald á stofnuninni. Jafnvel þó að hlutafélagsformið hafi sumpart lokað umræðu um rekstur stofnunarinnar, lít ég svo á að stjórnarmenn hafi ríkar skyldur til að tryggja opna og gagnrýna umræðu um hlutverk og dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið hefur gegnt mikilvægu hlutverki allt frá stofnun þess árið 1930. Fréttastofa útvarps og sjónvarps hefur verið vettvangur gagnrýninnar umræðu, og útvarpið allt í senn tónleikasalur, leikhús og háskóli sem sameinaði alla landsmenn í kringum viðtækið fyrstu áratugina. Rás 1 gegnir enn því hlutverki. Sjónvarpið hefur í nær hálfa öld fangað persónur og leikendur í íslensku samfélagi. Safn Ríkisútvarpsins geymir þannig ómetanlegar heimildir um líf þjóðarinnar síðustu áttatíu árin. Miklar breytingar hafa hins vegar orðið í fjölmiðlun á allra síðustu árum. Við horfum eða hlustum ekki á aðeins á íslenska fjölmiðla, heldur höfum við aðgang að mörgum erlendum útvarps- og sjónvarpsrásum. Við sækjum efni á vefinn þegar okkur hentar og hlustum ekki endilega á útvarp eða horfum á sjónvarp í rauntíma. Vönduð innlend dagskrárgerð hlýtur því að vera kjarnastarfsemi og um hana þarf að standa vörð.Endurskoði stöðu sína Það er því ekki aðeins fjárhagslegi rammi stofnunarinnar sem hvetur okkur til umræðu, heldur þarf Ríkisútvarpið að endurskoða stöðu sína í alþjóðlegum fjölmiðlaheimi. Nú er tækifæri til að ræða hlutverk Ríkisútvarpsins og mynda sátt um þau verkefni sem það ber ábyrgð á, áður en óbætanlegur skaði hlýst af niðurskurði síðustu ára. Alþingi þarf að ræða fjármögnun þess og þá staðreynd að hinn markaði tekjustofn þess, útvarpsgjaldið, fer ekki að fullu til Ríkisútvarpsins – og sem hefur skapað þá erfiðleika sem nú blasa við. Viljum við að Ríkisútvarpinu sé ætlað æ stærra rými á auglýsingamarkaði? Hvernig getum við best nýtt það fé sem er til reiðu og hvernig getum við skapað stofnuninni ný sóknarfæri? Hvernig liti Ríkisútvarpið út ef það væri stofnað í dag? Stjórn Ríkisútvarpsins ákvað á fundi sínum í síðustu viku að nauðsynlegt væri að skerpa dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins og gera stefnu stofnunarinnar miklu sýnilegri og skiljanlegri almenningi. Ég hef tekið að mér að leiða þá vinnu og vona að okkur auðnist á næstu mánuðum að efna til opinnar og gagnrýninnar umræðu um Ríkisútvarpið og fjölmiðlun á Íslandi. Í febrúar verður haldið Útvarpsþing sem vonandi verður kröftugt. Við megum ekki láta spurningar sem vaknað hafa síðustu dagana um Ríkisútvarpið hanga í loftinu, heldur verðum við að efna til umræðu strax og finna svör sem duga.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar