Kaupa sér ódýrari og sparneytnari bíla Freyr Bjarnason skrifar 2. desember 2013 07:00 Íslensk fyrirtæki sníða sér stakk eftir vexti í auknum mæli þegar bílakaup eru annars vegar. fréttablaðið/pjetur Íslensk fyrirtæki kaupa í auknum mæli minni atvinnubíla en áður og sparneytnari. Þannig sníða þau sér stakk eftir vexti í breyttu viðskiptaumhverfi. „Fyrirtæki eru ekki í neinu rosalegu fjárfestingastuði almennt en þau sem eru að kaupa leita að hagkvæmum lausnum og kaupa heldur ódýrari og sparneytnari bíla,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota. Að sögn Páls eyða nýrri bílar mun minna bensíni en fimm til sjö ára gamlir bílar. „Ef þú ert með fyrirtækjabíl sem er verið að keyra kannski einhver hundruð kílómetra á dag þá er þetta svo fljótt að telja.“ Aðspurður segir hann þróunina vera hæga. „Fyrirtæki hafa almennt haldið að sér höndum í fjárfestingum en þau sem eru að kaupa bíla eru að leita eftir hagkvæmari bílum í rekstri.“ Nefnir hann hybrid-bensínbíla sem dæmi. „Þegar maður bremsar hendir maður orkunni en hybrid-bílarnir nýta þessa orku og búa til rafmagn úr henni.“ Ívar Sigþórsson, sölustjóri Volkswagen atvinnubíla, segir að það sem hafi breyst frá hruni sé að fyrirtæki leiti í auknum mæli að bílum sem henta. Þar hafi minni sendibílar komið sterkt inn. „Volkswagen Caddy er sem dæmi vinsælasti atvinnubíllinn á landinu. Það segir eitthvað um breytingarnar á markaðnum,“ segir Ívar en Caddy er lítill kassalaga bíll með rennihurðum. „Það er tvennt sem hefur breyst. Auðvitað hefur eldsneytisverð áhrif og líka verð á bílum. Menn eru að sníða sér meira stakk eftir vexti.“ Ívar segir sterkar vísbendingar um að salan á stærri bílum sé að aukast og markaðurinn að stækka. Til marks um það hafi þeir í fyrsta sinn frá hruni komist yfir tvö hundruð bíla sölumarkið í ár. Agnar Daníelsson, sölustjóri atvinnubíla hjá Mercedes Benz, segir að fyrirtæki horfi meira en áður í hagkvæmni í kaupum, hvað eyðslu og rekstur varðar. „Þau eru ekkert endilega að kaupa ódýrari bíla heldur horfa þau meira í hvað bíllinn kostar þau á endanum. Menn horfa meira í að eiga bílinn í fimm ár heldur en eitt eða tvö.“ Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Íslensk fyrirtæki kaupa í auknum mæli minni atvinnubíla en áður og sparneytnari. Þannig sníða þau sér stakk eftir vexti í breyttu viðskiptaumhverfi. „Fyrirtæki eru ekki í neinu rosalegu fjárfestingastuði almennt en þau sem eru að kaupa leita að hagkvæmum lausnum og kaupa heldur ódýrari og sparneytnari bíla,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota. Að sögn Páls eyða nýrri bílar mun minna bensíni en fimm til sjö ára gamlir bílar. „Ef þú ert með fyrirtækjabíl sem er verið að keyra kannski einhver hundruð kílómetra á dag þá er þetta svo fljótt að telja.“ Aðspurður segir hann þróunina vera hæga. „Fyrirtæki hafa almennt haldið að sér höndum í fjárfestingum en þau sem eru að kaupa bíla eru að leita eftir hagkvæmari bílum í rekstri.“ Nefnir hann hybrid-bensínbíla sem dæmi. „Þegar maður bremsar hendir maður orkunni en hybrid-bílarnir nýta þessa orku og búa til rafmagn úr henni.“ Ívar Sigþórsson, sölustjóri Volkswagen atvinnubíla, segir að það sem hafi breyst frá hruni sé að fyrirtæki leiti í auknum mæli að bílum sem henta. Þar hafi minni sendibílar komið sterkt inn. „Volkswagen Caddy er sem dæmi vinsælasti atvinnubíllinn á landinu. Það segir eitthvað um breytingarnar á markaðnum,“ segir Ívar en Caddy er lítill kassalaga bíll með rennihurðum. „Það er tvennt sem hefur breyst. Auðvitað hefur eldsneytisverð áhrif og líka verð á bílum. Menn eru að sníða sér meira stakk eftir vexti.“ Ívar segir sterkar vísbendingar um að salan á stærri bílum sé að aukast og markaðurinn að stækka. Til marks um það hafi þeir í fyrsta sinn frá hruni komist yfir tvö hundruð bíla sölumarkið í ár. Agnar Daníelsson, sölustjóri atvinnubíla hjá Mercedes Benz, segir að fyrirtæki horfi meira en áður í hagkvæmni í kaupum, hvað eyðslu og rekstur varðar. „Þau eru ekkert endilega að kaupa ódýrari bíla heldur horfa þau meira í hvað bíllinn kostar þau á endanum. Menn horfa meira í að eiga bílinn í fimm ár heldur en eitt eða tvö.“
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira