Kaupa sér ódýrari og sparneytnari bíla Freyr Bjarnason skrifar 2. desember 2013 07:00 Íslensk fyrirtæki sníða sér stakk eftir vexti í auknum mæli þegar bílakaup eru annars vegar. fréttablaðið/pjetur Íslensk fyrirtæki kaupa í auknum mæli minni atvinnubíla en áður og sparneytnari. Þannig sníða þau sér stakk eftir vexti í breyttu viðskiptaumhverfi. „Fyrirtæki eru ekki í neinu rosalegu fjárfestingastuði almennt en þau sem eru að kaupa leita að hagkvæmum lausnum og kaupa heldur ódýrari og sparneytnari bíla,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota. Að sögn Páls eyða nýrri bílar mun minna bensíni en fimm til sjö ára gamlir bílar. „Ef þú ert með fyrirtækjabíl sem er verið að keyra kannski einhver hundruð kílómetra á dag þá er þetta svo fljótt að telja.“ Aðspurður segir hann þróunina vera hæga. „Fyrirtæki hafa almennt haldið að sér höndum í fjárfestingum en þau sem eru að kaupa bíla eru að leita eftir hagkvæmari bílum í rekstri.“ Nefnir hann hybrid-bensínbíla sem dæmi. „Þegar maður bremsar hendir maður orkunni en hybrid-bílarnir nýta þessa orku og búa til rafmagn úr henni.“ Ívar Sigþórsson, sölustjóri Volkswagen atvinnubíla, segir að það sem hafi breyst frá hruni sé að fyrirtæki leiti í auknum mæli að bílum sem henta. Þar hafi minni sendibílar komið sterkt inn. „Volkswagen Caddy er sem dæmi vinsælasti atvinnubíllinn á landinu. Það segir eitthvað um breytingarnar á markaðnum,“ segir Ívar en Caddy er lítill kassalaga bíll með rennihurðum. „Það er tvennt sem hefur breyst. Auðvitað hefur eldsneytisverð áhrif og líka verð á bílum. Menn eru að sníða sér meira stakk eftir vexti.“ Ívar segir sterkar vísbendingar um að salan á stærri bílum sé að aukast og markaðurinn að stækka. Til marks um það hafi þeir í fyrsta sinn frá hruni komist yfir tvö hundruð bíla sölumarkið í ár. Agnar Daníelsson, sölustjóri atvinnubíla hjá Mercedes Benz, segir að fyrirtæki horfi meira en áður í hagkvæmni í kaupum, hvað eyðslu og rekstur varðar. „Þau eru ekkert endilega að kaupa ódýrari bíla heldur horfa þau meira í hvað bíllinn kostar þau á endanum. Menn horfa meira í að eiga bílinn í fimm ár heldur en eitt eða tvö.“ Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Íslensk fyrirtæki kaupa í auknum mæli minni atvinnubíla en áður og sparneytnari. Þannig sníða þau sér stakk eftir vexti í breyttu viðskiptaumhverfi. „Fyrirtæki eru ekki í neinu rosalegu fjárfestingastuði almennt en þau sem eru að kaupa leita að hagkvæmum lausnum og kaupa heldur ódýrari og sparneytnari bíla,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota. Að sögn Páls eyða nýrri bílar mun minna bensíni en fimm til sjö ára gamlir bílar. „Ef þú ert með fyrirtækjabíl sem er verið að keyra kannski einhver hundruð kílómetra á dag þá er þetta svo fljótt að telja.“ Aðspurður segir hann þróunina vera hæga. „Fyrirtæki hafa almennt haldið að sér höndum í fjárfestingum en þau sem eru að kaupa bíla eru að leita eftir hagkvæmari bílum í rekstri.“ Nefnir hann hybrid-bensínbíla sem dæmi. „Þegar maður bremsar hendir maður orkunni en hybrid-bílarnir nýta þessa orku og búa til rafmagn úr henni.“ Ívar Sigþórsson, sölustjóri Volkswagen atvinnubíla, segir að það sem hafi breyst frá hruni sé að fyrirtæki leiti í auknum mæli að bílum sem henta. Þar hafi minni sendibílar komið sterkt inn. „Volkswagen Caddy er sem dæmi vinsælasti atvinnubíllinn á landinu. Það segir eitthvað um breytingarnar á markaðnum,“ segir Ívar en Caddy er lítill kassalaga bíll með rennihurðum. „Það er tvennt sem hefur breyst. Auðvitað hefur eldsneytisverð áhrif og líka verð á bílum. Menn eru að sníða sér meira stakk eftir vexti.“ Ívar segir sterkar vísbendingar um að salan á stærri bílum sé að aukast og markaðurinn að stækka. Til marks um það hafi þeir í fyrsta sinn frá hruni komist yfir tvö hundruð bíla sölumarkið í ár. Agnar Daníelsson, sölustjóri atvinnubíla hjá Mercedes Benz, segir að fyrirtæki horfi meira en áður í hagkvæmni í kaupum, hvað eyðslu og rekstur varðar. „Þau eru ekkert endilega að kaupa ódýrari bíla heldur horfa þau meira í hvað bíllinn kostar þau á endanum. Menn horfa meira í að eiga bílinn í fimm ár heldur en eitt eða tvö.“
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira