Innlent

Uppsagnirnar niðurrif á RÚV

Brjánn Jónasson skrifar
Elín Björg Jónsdóttir
Elín Björg Jónsdóttir
Erfitt er að réttlæta að með uppsögnum á Ríkisútvarpinu sem tilkynnt var um í síðustu viku sé um að ræða niðurskurðaraðgerðir, réttara væri að kalla aðgerðirnar niðurrif, segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB í pistli á vef bandalagsins.

Elín bendir á að fjölda starfsmanna hafi einnig verið sagt upp hjá Sérstökum saksóknara og vinnumálastofnun nýlega.

„Miðað við stöðuna eins og hún birtist okkur núna er þessum stofnunum ómögulegt að standa undir lögboðnum hlutverkum sínum,“ segir Elín. 

Pistil Elínar má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×