Lífeyrissjóðir í skotlínu Samkeppniseftirlitsins Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. nóvember 2013 07:00 Páll Gunnar Pálsson á fundi. Viðskiptaráð, SA, ASÍ og Landssamtök lífeyrissjóða standa í dag fyrir fundi um stöðu lífeyrirssjóða í atvinnulífinu, hluthafastefnu þeirra og mikilvægi góðra stjórnarhátta og virkrar samkeppni. Fréttablaðið/Anton Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu beint sjónum sínum að eignarhaldi lífeyrissjóða á atvinnufyrirtækjum, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Á morgunverðarfundi um lífeyrissjóði og íslenskt atvinnulíf sem fram fer í dag segist Páll Gunnar munu leggja fram sjónarmið eftirlitsins um hvað beri að varast og segist vonast eftir gagnlegri umræðu. Að fundinum standa Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Landssamtök lífeyrissjóða. Páll Gunnar bendir á að í nýlegri skýrslu Samkeppniseftirlitsins, „Er týndi áratugurinn framundan,“ sé vakin athygli á því að hér sé að myndast óskýrt eignarhald á fyrirtækjum. „Við vísum til þess að þótt bankarnir hafi minnkað hlut sinn fyrirtækjum, eru þeir enn með mikil ítök. Samhliða hefur eignarhlutur lífeyrisjsjóða aukist,“ segir hann. Þótt þátttaka lífeyrissjóða sé í sjálfu sér ekki óeðlileg liggi vandinn í gríðarlegu vægi þeirra í núverandi og fyrirsjáanlegu eignarhaldi á fyrirtækjum. „Í mörgum tilvikum munu nokkrir lífeyrissjóðir fara samanlagt með meirihluta hlutafjár í mikilvægum samkeppnisfyrirtækjum.“ Ekki liggi í eðli lífeyrissjóða að reka fyrirtæki og því sé eignarhald þeirra almennt áhrifalítið og eigendaaðhald óskýrt. Staðan verði svo enn óskýrari þegar horft sé til þess að hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna sé í gegnum sjóði með aðkomu viðskiptabanka, sem oft á tíðum eigi einnig sjálfir hlut í viðkomandi fyrirtæki og hafi þar að auki margs konar hagsmuni af rekstri þess. „Afleiðingin af öllu þessu getur orðið sú að eignarhald mikilvægra atvinnufyrirtækja verði ógagnsætt, meðal annars að því leyti að það verður ekki ljóst hvort og þá hver fer með ferðina eða hvernig eigendaaðhaldi er beitt,“ segir Páll Gunnar. „Þetta skapar hættu á því að atvinnufyrirtæki njóti ekki eigenda sem drífa áfram heilbrigðan rekstur og gera viðkomandi fyrirtæki að virkum keppinaut á markaði.“ Allt geti þetta dregið úr samkeppni og þar með framleiðni í íslensku hagkerfi. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni í dag er Peter Lundkvist, yfirmaður stjórnarhátta hjá AP3 lífeyrissjóðnum. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa samtök viðskipta og atvinnulífs áhuga á því að lífeyrissjóðir setji sér reglur um stjórnarhætti og gagnsæi svipaðar og séu í Svíþjóð og hjá Norska olíusjóðnum. Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu beint sjónum sínum að eignarhaldi lífeyrissjóða á atvinnufyrirtækjum, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Á morgunverðarfundi um lífeyrissjóði og íslenskt atvinnulíf sem fram fer í dag segist Páll Gunnar munu leggja fram sjónarmið eftirlitsins um hvað beri að varast og segist vonast eftir gagnlegri umræðu. Að fundinum standa Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Landssamtök lífeyrissjóða. Páll Gunnar bendir á að í nýlegri skýrslu Samkeppniseftirlitsins, „Er týndi áratugurinn framundan,“ sé vakin athygli á því að hér sé að myndast óskýrt eignarhald á fyrirtækjum. „Við vísum til þess að þótt bankarnir hafi minnkað hlut sinn fyrirtækjum, eru þeir enn með mikil ítök. Samhliða hefur eignarhlutur lífeyrisjsjóða aukist,“ segir hann. Þótt þátttaka lífeyrissjóða sé í sjálfu sér ekki óeðlileg liggi vandinn í gríðarlegu vægi þeirra í núverandi og fyrirsjáanlegu eignarhaldi á fyrirtækjum. „Í mörgum tilvikum munu nokkrir lífeyrissjóðir fara samanlagt með meirihluta hlutafjár í mikilvægum samkeppnisfyrirtækjum.“ Ekki liggi í eðli lífeyrissjóða að reka fyrirtæki og því sé eignarhald þeirra almennt áhrifalítið og eigendaaðhald óskýrt. Staðan verði svo enn óskýrari þegar horft sé til þess að hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna sé í gegnum sjóði með aðkomu viðskiptabanka, sem oft á tíðum eigi einnig sjálfir hlut í viðkomandi fyrirtæki og hafi þar að auki margs konar hagsmuni af rekstri þess. „Afleiðingin af öllu þessu getur orðið sú að eignarhald mikilvægra atvinnufyrirtækja verði ógagnsætt, meðal annars að því leyti að það verður ekki ljóst hvort og þá hver fer með ferðina eða hvernig eigendaaðhaldi er beitt,“ segir Páll Gunnar. „Þetta skapar hættu á því að atvinnufyrirtæki njóti ekki eigenda sem drífa áfram heilbrigðan rekstur og gera viðkomandi fyrirtæki að virkum keppinaut á markaði.“ Allt geti þetta dregið úr samkeppni og þar með framleiðni í íslensku hagkerfi. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni í dag er Peter Lundkvist, yfirmaður stjórnarhátta hjá AP3 lífeyrissjóðnum. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa samtök viðskipta og atvinnulífs áhuga á því að lífeyrissjóðir setji sér reglur um stjórnarhætti og gagnsæi svipaðar og séu í Svíþjóð og hjá Norska olíusjóðnum.
Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira