Lífið

Vistvænt og rokkað úr frá Gyðju Collection

Marín Manda skrifar
Sigrún Lilja eigandi Gyðju Collection.
Sigrún Lilja eigandi Gyðju Collection. Mynd/Kári Sverriss
Íslenska merkið Gyðja Collection setur á markað sitt fyrsta dömuúr sem unnið er úr íslensku vistvænu roði.

„Við hófum þróunina á úrinu fyrir um ári en mikil leynd hefur ríkt yfir verkefninu. Það var stefnan að úrið væri bæði fallegur skartgripur og úr í senn og því hinn fullkomni fylgihlutur sem er bæði nytsamlegur og fullkomnar heildarútlitið,“ segir Sigrún Lilja eigandi Gyðju Collection.

Úrin koma í mörgum spennandi litum.
Sigrún Lilja segir úrið vera í svokölluðum bóhemstíl, en því er vafið þrisvar sinnum í kringum höndina. Útlit og hönnun úrsins er útpælt en ólin er úr vistvænu íslensku laxaroði og keðjurnar eru ýmist með 24 karata gyllingu eða silfurblöndu. „Hægt er að velja um fimm liti og því ættu flestar konur að geta fundið lit við sitt hæfi,“ útskýrir Sigrún Lilja. 

„Myndatakan fyrir herferð úrsins fer fram í London innan skamms og verður með glæsilegasta móti. Mynduð verður íslenskt fyrirsæta undir umsjá Kára Sverriss ljósmyndara ásamt MA Fashion Photography deildinni í London College of Fashion,“ segir hún glöð í bragði. Úrið kemur á markað innan örfárra daga og mun meðal annars fást í GÞ skartgripum á Laugavegin- um, Mebu Rodium í Smáralind og Kringlunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.