Lífið

Svartar derhúfur með blótsyrðum eru í uppáhaldi.

Marín Manda skrifar
Gréta Karen Grétarsdóttir söngkona
Gréta Karen Grétarsdóttir söngkona
Derhúfa



"Derhúfur eru mikið uppáhald. Sérstaklega svartar með einhverjum blótsyrðum eða sjokkerandi staðhæfingum. Þessi er sú eina sem er frekar venjuleg en hvernig ég eignaðist hana er langt frá því að vera venjulegt. Gítarleikarinn Slash og ég skiptumst á. Hann fékk mína sem á stóð „FUCK EVERYTHING“ og ég hans þegar við hittumst fyrir utan Sayers Club þar sem hann kom fram seinna það kvöld með derhúfuna mína. Við getum sagt að ég hafi dáið og farið til himna það kvöld."

Converse.

"Strigaskór með háum botni eru „must-have“ fyrir dverga eins og mig. Converse eru fáanlegir í mörgum litum og standa alltaf fyrir sínu." 

Sólgleraugun



"Svört Ray Ban-sólgleraugu. Myndin segir allt sem segja þarf."

Bolir

"Bolirnir eru frá merki sem ég held mikið upp á og heitir Los Angeles based UNIF." www.unifclothing.com

Skór

"BRAND-Y.R.U. Vinur minn hannar þessa skó og ég á nokkur pör og þessir eru uppáhalds. Fólk lítur snöggt á þá og heldur að það standi CK. Aðrir skoða lengur og svo fæ ég viðbrögðin sem eru ýmist góð eða WHAT?"

Capulet leðurjakki

"Leðurjakkar eru minn veiki punktur. Ég get aldrei átt nóg.

Þennan sá ég hjá vinkonu minni og ég varð að fá hann. Hún þekkti eiganda merkisins þannig við skelltum okkur í bíltúr og náðum í hann og ég fékk 50% afslátt sem er ekki leiðinlegt."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.