Lífið

Brúðkaupsflík Bam Margera vó 30 kíló

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Alexander Kirchner hannaði brúðkaupsflík Bam Margera
Alexander Kirchner hannaði brúðkaupsflík Bam Margera Fréttablaðið/Daníel
„Bam hafði samband við mig í gegnum sameiginlega vinkonu okkar,“ segir Alexander Kirchner, 27 ára gamall fatahönnuður sem hannaði jakka fyrir Jackass-stjörnuna Bam Margera, sem gifti sig hér á landi fyrir skömmu.

Jakkinn sem Kirchner hannaði vegur hvorki meira né minna en þrjátíu kíló.

„Hann er úr hundrað prósent ull en er skreyttur með efni eins og bómull, leðri og rúskinni, ásamt keðjum. Jakkinn er úr 100 prósent náttúrulegu efni en það tók um það bil tíu klukkustundir að klára hann,“ segir Alexander.

Margera klæddist jakkanum í brúðkaupi sínu sem fór fram í Hafnarhúsinu hinn 5. október, þar sem hann gekk að eiga unnustu sína, Nicole Boyd. „Hann var mjög sáttur við flíkina, hann gifti sig í henni og ætlar nýta jakkann sem svona „gjörningsjakka“, sem þýðir að hann verður notaður við sérstök tilefni eins og á tónleikum og þess háttar viðburðum,“ bætir Alexander við.

Alexander segist ekki hafa átt mikil samskipti við Margera eftir að hann yfirgaf landið en að þeir séu samt fínir félagar.

Alexander, sem saumaði sína fyrstu flík þegar hann var sextán ára gamall, hefur í nægu að snúast fyrir utan fatahönnunina. „Ég tek að mér alls kyns vinnu. Ég hef séð um búninga og verið að stílisera fyrir myndbönd og þess háttar,“ segir Alexander að lokum.

Hér sjáum við Bam Margera máta flíkina flottu.mynd/einkasafn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.