Lífið

Kanye finnst kaupmáli "móðgandi"

Rapparinn Kanye West bað kærustu sinnar, raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, í byrjun vikunnar. Að sögn vina rapparans hyggst hann ekki fara fram á að Kardashian skrifi undir kaupmála áður en þau ganga í hjónaband.

„Kanye er yfir sig ástfanginn af Kim. Ást hans er svo sterk að hann getur ekki hugsað til þess að þau skrifi undir kaupmála. Honum finnst það hallærislegt og móðgandi gangvart Kim. Hann vill deila velgengni sinni og peningum með henni,“ hafði Hollywood Life eftir nánum vini West.

Samkvæmt sama vini er West nú orðinn hamingjusamur fjölskyldufaðir og vill njóta framtíðarinnar með Kardashian og dóttur þeirra, North.

„Kanye á meiri pening en hann getur eytt, og það á Kim líka. Allt sem hann á mun renna til Kim og North þegar hann deyr, þetta er spurning um ást, ekkert annað,“ sagði vinurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.