Lífið

Ætla að koma þjóðinni í jólaskap

Greta Salóme undirbýr tónleikaröðina Jólin alls staðar þessa dagana.
Greta Salóme undirbýr tónleikaröðina Jólin alls staðar þessa dagana. Fréttablaðið/Anton
Greta Salóme Stefánsdóttir tónlistarkona er þessa dagana á fullu að útsetja jólalög fyrir tónleikaferðalagið Jólin alls staðar, sem hefst 3. desember í Kópavogskirkju.

Greta Salóme fer um land allt í desember og spilar á tuttugu tónleikum. Með í för verða söngvararnir Heiða Ólafs, Jógvan og Friðrik Ómar. Þá verður fjögurra manna hljómsveit einnig með í för.

Tónleikarnir fara fram í kirkjum en stemningin á tónleikunum á að vera afslöppuð og kósí. Markmiðið er að koma þjóðinni í jólaskap.

Miðasala á tónleikana hefst 23. október á midi.is.

Nánari upplýsingar má finn á jolinallsstadar.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.