Fréttaveitan sigraði í frumkvöðlakeppni Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. október 2013 06:30 Nuus-hópurinn sigraði hugmyndakeppnina Startup Weekend á Íslandi. Fréttablaðið/Daníel Viðskipti Fréttaveitu-appið Nuus fyrir iPad og snjallsíma sem safnar fréttum og upplýsingum á einn stað stóð uppi sem sigurhugmyndin í hugmyndakeppninni Startup Weekend í ár. „Nuus hjálpar neytandanum að nálgast fréttaefni sem hann hefur áhuga á, með aðgengilegum og þægilegum hætti. Þetta er eins og Spotify nema bara fyrir fréttir,“ útskýrir Ragnar Örn Kormáksson, skipuleggjandi Startup Weekend á Íslandi, sem fram fór um helgina. Hugmyndirnar í ár voru af ýmsum toga. „Einn aðili hannaði bollastand fyrir reiðhjól. Þetta er allt frá öppum yfir í bollastanda.“ Þátttakendurnir, sem voru á öllum aldri, fengu þjálfun og aðstoð við uppbyggingu viðskiptahugmynda en markmið Startup Weekend er að stuðla að stofnun nýrra sprotafyrirtækja á Íslandi. Startup Weekend er alþjóðlegur viðburður sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík en þetta er í þriðja sinn sem Klak Innovit og Landsbankinn standa fyrir slíkri helgi í Reykjavík. „Þetta er viðburður sem við sækjum frá Bandaríkjunum en áður höfðum við verið með svipaða viðburði, svokallaðar atvinnu- og nýsköpunarhelgar víðs vegar um landið í samvinnu við Landsbankann. Startup Weekend er hins vegar stærri í sniðum,“ segir Ragnar Örn. Dómarar keppninnar í ár voru þau Magrét Ormslev Ásgeirsdóttir frá Landsbankanum, Stefán Jökull Stefánsson frá DCG og Hrefna Briem frá Háskólanum í Reykjavík. „Þau athuguðu ýmislegt þegar þau völdu sigurhugmyndina, eins og hvort viðskiptamódelið gengi upp, hvernig tekjuöflunin gæti gengið, útfærsluna og hversu miklu hópurinn afkastaði yfir helgina,“ segir Ragnar Örn um fyrirkomulagið. Unnið var í þrettán teymum og voru þrír til átta manns í hverju teymi, en alls tóku um 70 manns þátt í keppninni. „Fólk fór vart út úr húsi alla helgina, það var mikill dugnaður og metnaður í fólkinu. Mikilvægt er þó að fyrirtækin eða teymin haldi áfram að vinna með hugmyndir sínar og sæki um að fara frumkvöðlakeppnina Gulleggið, sem fram fer árlega á vorin,“ segir Ragnar Örn. Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Viðskipti Fréttaveitu-appið Nuus fyrir iPad og snjallsíma sem safnar fréttum og upplýsingum á einn stað stóð uppi sem sigurhugmyndin í hugmyndakeppninni Startup Weekend í ár. „Nuus hjálpar neytandanum að nálgast fréttaefni sem hann hefur áhuga á, með aðgengilegum og þægilegum hætti. Þetta er eins og Spotify nema bara fyrir fréttir,“ útskýrir Ragnar Örn Kormáksson, skipuleggjandi Startup Weekend á Íslandi, sem fram fór um helgina. Hugmyndirnar í ár voru af ýmsum toga. „Einn aðili hannaði bollastand fyrir reiðhjól. Þetta er allt frá öppum yfir í bollastanda.“ Þátttakendurnir, sem voru á öllum aldri, fengu þjálfun og aðstoð við uppbyggingu viðskiptahugmynda en markmið Startup Weekend er að stuðla að stofnun nýrra sprotafyrirtækja á Íslandi. Startup Weekend er alþjóðlegur viðburður sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík en þetta er í þriðja sinn sem Klak Innovit og Landsbankinn standa fyrir slíkri helgi í Reykjavík. „Þetta er viðburður sem við sækjum frá Bandaríkjunum en áður höfðum við verið með svipaða viðburði, svokallaðar atvinnu- og nýsköpunarhelgar víðs vegar um landið í samvinnu við Landsbankann. Startup Weekend er hins vegar stærri í sniðum,“ segir Ragnar Örn. Dómarar keppninnar í ár voru þau Magrét Ormslev Ásgeirsdóttir frá Landsbankanum, Stefán Jökull Stefánsson frá DCG og Hrefna Briem frá Háskólanum í Reykjavík. „Þau athuguðu ýmislegt þegar þau völdu sigurhugmyndina, eins og hvort viðskiptamódelið gengi upp, hvernig tekjuöflunin gæti gengið, útfærsluna og hversu miklu hópurinn afkastaði yfir helgina,“ segir Ragnar Örn um fyrirkomulagið. Unnið var í þrettán teymum og voru þrír til átta manns í hverju teymi, en alls tóku um 70 manns þátt í keppninni. „Fólk fór vart út úr húsi alla helgina, það var mikill dugnaður og metnaður í fólkinu. Mikilvægt er þó að fyrirtækin eða teymin haldi áfram að vinna með hugmyndir sínar og sæki um að fara frumkvöðlakeppnina Gulleggið, sem fram fer árlega á vorin,“ segir Ragnar Örn.
Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent