Skattpíning sögð ýta á aukinn bjórútflutning Haraldur Guðmundsson skrifar 18. október 2013 07:00 Sala á bjór í verslunum ÁTVR dróst saman um rúm tólf prósent á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við sama tímabil árið 2009. Fréttablaðið/Pjetur Áfengisstefnan hérlendis, með síhækkandi áfengisgjaldi, gerir það að verkum að bjór er orðinn það dýr að við getum ekki fengið þá nauðsynlegu framlegð sem við þurfum. Markaðurinn er því orðinn hamlandi út af skattpíningu," segir Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts Brugghúss. Fyrirtæki hans hefur undanfarið aukið útflutning sinn á bjór og nú er svo komið að helmingur af framleiðslu þess fer til útlanda. „Það er fyrirséð að útflutningurinn verði stærri en heimamarkaðurinn,“ segir Örn og bætir því við að fyrirtækið sé ekki á móti hugmyndinni að baki áfengis- og tóbaksgjaldinu. „En við viljum að það sé í takt við raunveruleikann,“ segir hann. Síðastliðinn miðvikudag var sagt frá því í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti, að útflutningsverðmæti bjórs hafi meira en tvöfaldast það sem af er ári, samanborið við sama tímabil í fyrra, og að fimm innlendir bjórframleiðendur horfi nú til aukins útflutnings. Sala á bjór í verslunum ÁTVR dróst aftur á móti saman um rúm tólf prósent á fyrstu níu mánuðum þessa árs miðað við sama tíma árið 2009. Samdráttur í sölu er talinn tengjast áfengisgjaldinu sem hefur hækkað um rúm 37 prósent frá árinu 2008. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að gjaldið hækki á næsta ári um þrjú prósent til viðbótar. „Áfengisjaldið er langstærsti hluti áfengisverðs og hækkun á því hefur að okkar mati þau áhrif að draga enn frekar úr sölu áfengis hér á landi,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Áfengisgjaldið er reiknað út frá áfengisprósentu og því mishátt gjald lagt á bjóra eftir styrkleika. Árni Ingi Pjetursson, útflutningsstjóri Ölgerðarinnar, segir þessa tengingu gjaldsins við áfengisprósentu hafa stuðlað að því að fyrirtækið horfi nú meira til útflutnings. Hann nefnir sem dæmi að fyrirtækið framleiddi fyrir stuttu nýjan bjór sem var eingöngu ætlaður til útflutnings. „Við getum leyft okkur að hafa bjórinn eins og við viljum þegar við flytjum hann til landa eins og Bandaríkjanna þar sem áfengisgjald er ekki rukkað út frá áfengisprósentu. Á sama tíma höfum við þurft að horfa til áfengisprósentunnar þegar við setjum nýjar vörur á markað hér á landi. Útflutningurinn gefur okkur því meiri sveigjanleika,“ segir Árni. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Áfengisstefnan hérlendis, með síhækkandi áfengisgjaldi, gerir það að verkum að bjór er orðinn það dýr að við getum ekki fengið þá nauðsynlegu framlegð sem við þurfum. Markaðurinn er því orðinn hamlandi út af skattpíningu," segir Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts Brugghúss. Fyrirtæki hans hefur undanfarið aukið útflutning sinn á bjór og nú er svo komið að helmingur af framleiðslu þess fer til útlanda. „Það er fyrirséð að útflutningurinn verði stærri en heimamarkaðurinn,“ segir Örn og bætir því við að fyrirtækið sé ekki á móti hugmyndinni að baki áfengis- og tóbaksgjaldinu. „En við viljum að það sé í takt við raunveruleikann,“ segir hann. Síðastliðinn miðvikudag var sagt frá því í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti, að útflutningsverðmæti bjórs hafi meira en tvöfaldast það sem af er ári, samanborið við sama tímabil í fyrra, og að fimm innlendir bjórframleiðendur horfi nú til aukins útflutnings. Sala á bjór í verslunum ÁTVR dróst aftur á móti saman um rúm tólf prósent á fyrstu níu mánuðum þessa árs miðað við sama tíma árið 2009. Samdráttur í sölu er talinn tengjast áfengisgjaldinu sem hefur hækkað um rúm 37 prósent frá árinu 2008. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að gjaldið hækki á næsta ári um þrjú prósent til viðbótar. „Áfengisjaldið er langstærsti hluti áfengisverðs og hækkun á því hefur að okkar mati þau áhrif að draga enn frekar úr sölu áfengis hér á landi,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Áfengisgjaldið er reiknað út frá áfengisprósentu og því mishátt gjald lagt á bjóra eftir styrkleika. Árni Ingi Pjetursson, útflutningsstjóri Ölgerðarinnar, segir þessa tengingu gjaldsins við áfengisprósentu hafa stuðlað að því að fyrirtækið horfi nú meira til útflutnings. Hann nefnir sem dæmi að fyrirtækið framleiddi fyrir stuttu nýjan bjór sem var eingöngu ætlaður til útflutnings. „Við getum leyft okkur að hafa bjórinn eins og við viljum þegar við flytjum hann til landa eins og Bandaríkjanna þar sem áfengisgjald er ekki rukkað út frá áfengisprósentu. Á sama tíma höfum við þurft að horfa til áfengisprósentunnar þegar við setjum nýjar vörur á markað hér á landi. Útflutningurinn gefur okkur því meiri sveigjanleika,“ segir Árni.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira