Lífið

Sleppa öllum aukaefnum í matvælum

Sérfæðisárátta er hugtak sem sérfræðingar nota um fólk sem forðast öll aukaefni í matvælum.
Sérfæðisárátta er hugtak sem sérfræðingar nota um fólk sem forðast öll aukaefni í matvælum. Nordicphotos/getty
Orthorexia nervosa eða réttfæðisárátta er sjúkdómur sem sérfræðingar nota í auknum mæli yfir fólk sem er heltekið þeirri þörf að borða rétt. Einstaklingar með réttfæðisáráttu eiga það flestir sameiginlegt að forðast öll aukaefni í matvælum, hin svokölluðu E-efni, eins og heitan eld. Einstaklingarnir forðast einnig öll verksmiðjuframleidd matvæli, sykur, fitu, kolvetni, allan eldaðan mat, kjöt, mjólkurvörur eða allt úr dýraríkinu.

Einkenni sjúkdómsins er að einstaklingurinn hefur ekki stórkostlegar áhyggjur af líkamsþyngdinni og er ekki í megrun. Matarreglurnar einkennast af gæðum matarins frekar en magni. Að borða mat sem er „hreinn“ og „náttúrulegur“ skiptir mestu máli. Annað einkenni sjúkdómsins er þráhyggja. Brjóti þeir reglurnar og fá sér kókglas refsa þeir sér gjarnan með því að fasta eða fara á hreinsikúra.

Hafa ber í huga að það er vel hægt að vera heilsumiðaður án þess að vera haldinn sjúkdómnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.